Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 60

Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 60
MENNING 12 Þ að linnir ekki uppákom- um í dramadeildinni. Enn stendur yfir leik- listarstefna grasrótar- innar − artFart og strax eftir mánaðamót hefst Alþjóð- lega leiklistar hátíðin í Reykjavík − sprottin upp af engu − Lókal. Hún fer fram í Reykjavík helgina 3.-6. september. Hátíðin, sem er sú eina sinnar tegundar hérlend- is, var haldin í fyrsta sinn í mars 2008. Þá var athyglinni beint að nokkrum atvinnuleikhópum sem hafa verið í fararbroddi í nýsköp- un í leiklist í Evrópu og Banda- ríkjunum. Í ár verður lögð áhersla á að sýna metnaðarfullar íslenskar leiksýningar frá liðnum vetri og því gefst leikhúsáhugafólki kjörið tækifæri til þess að með- taka á einni helgi nokkuð af því markverðasta sem er á seyði í leiklistarlífi landans. Leikfélag Reykjavíkur býður upp á Dauða- syndirnar og Þú ert hér, Þjóð- leikhúsið sýnir Utangátta, Ég og vinir mínir sýna Húmanímal og Áhugaleikhús atvinnumanna frumsýnir Ódauðlegt verk um stríð og frið auk þess að sýna Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna og Ódauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi. Þá verða einnig sýnd þrjú útskriftarverkefni nemenda í Fræði og framkvæmd frá síðast- liðnu vori, þeirra Leifs Þorvalds- sonar, Ástbjargar Rutar Jóns- dóttur og Hlyns Páls Pálssonar. Erlendir gestir hátíðarinnar koma frá Dublin; Fishamble; The New Play Company sýnir Forgotten eftir Pat Kinevane í leikstjórn Jims Culleton, en leikhúsið hefur ferðast með þessa sýningu um Evrópu og til Bandaríkjanna og hlotið frábær- ar viðtökur áhorfenda. Eitt af markmiðum aðstand- enda Lókal að þessu sinni er að fá til landsins listræna stjórn- endur leiklistarhátíða vestan hafs og austan til þess að kynna þeim íslenskt leikhús. Útsendar- ar frá mörgum af virtustu leik- listarhátíðum hafa boðað komu sína, meðal annars frá Wiener Festwochen, Dublin Theatre Festival og listahátíðinni Trans- america í Montréal. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.lokal.is Á eftir artFart er Lókal Þ að er orðinn fastur passi á Menningar nótt í Reykjavík að Sálmafoss, dag- skrá sem daglangt er helguð sálmasöng, leikra og lærðra, dregur til sín straum af gestum. Hall- grímskirkja liggur þannig miðsvæðis við athafna- svæði borgarlífsins að það er í leiðinni fyrir marga að koma þar við. Kunnugir vita að þar er í boði frum- flutningur á nýjum íslensk- um sálmum og eftir því sem á daginn líður má setjast framarlega í kirkjuskipinu þar sem gestir eru leiddir í gegnum hin nýju lög sem eru allir samdir við ný ljóð. Þetta er fallegur siður og þau eru í ár sjö nýju sálma- blómin sem springa út nokkrum sinnum þennan dag í kirkjunni á holtinu. Frumflutningur er kl. 15 í dag: þá flytur Mótettu- kór Hallgrímskirkju sálm- ana sjö undir stjórn Harð- ar Áskelssonar: höfundar þeirra og heiti eru: Sigurð- ur Pálsson/Margrét Krist- ín Sigurðardóttir – „Ákall“, KK – „Á hverjum degi, Drottinn minn ég bið“, Jóna Hrönn Bolladóttir/Gunnar Gunnarsson – „Hún laug- aði fætur Jesú“, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson/Sig- urður Flosason – „Lifandi Guð“, Sveinbjörn I. Bald- vinsson/Tryggvi Baldvins- son – „Höfundur húmblárra fjalla“, Böðvar Guðmunds- son/Jón Hlöðver Áskelsson – „Ég heyri þig“, Gerður Kristný/Bára Grímsdóttir – „Verndarvængur“. Síðar um daginn verða gestir leiddir nokkrum sinnum gegnum þessa nýju sálma í samsöng: kl. 16, 17, 18, og 20. Milli samsöngsatriða er flutningur á kirkjulegri tónlist af ýmsu tagi þar sem fram koma Graduale- kór Langholtskirkju sem syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Kór Áskirkju syngur undir stjórn Magn- úsar Ragnarssonar, Kór Lágafellskirkju undir stjórn Jónasar Þóris sem einn- ig leikur á orgel, og Schola cantorum. Þá er fléttað inn í dagskrána orgelleik á orgel hússins og kl. 20.15 verður „Hammond hymnódía“ þar sem þeir Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Gunnar Gunnarsson á Klais-orgelið og Sigurður Flosason á saxó- fón leiða saman hesta sína. Dagskránni lýkur svo með kvöldbæn og lokasálmi kl. 21.40. Innlit á dagskrána í kirkj- unni er löngu orðið fastur liður hjá mörgum sem eru á ferðinni í miðborginni á Menningarnótt. Þú ert vel- kominn í hópinn. HLEYPT Á SÁLMAFOSSI Gerður Kristný er meðal þeirra skálda sem eiga ljóð við lag í sjö nýjum sálmum dagsins í Hallgrímskirkju. Hún fær lag frá Báru Grímsdóttur við ljóðið sitt en sálmurinn heitir Verndarvængur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sjö nýir sálmar eftir sjö skáld og sex hljóm- smiði verða fl uttir í kirkjunni á holtinu í dag kl. 15. TÓNLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Áhugaleikhús atvinnumanna verður með þrjár þematengdar sýningar á hátíðinni. MYND/ÁLAM Dalir Hólar Handverk Myndlistarsýning í Ólafsdal í Gilsfirði og nærsveitum 9. - 31. ágúst www.artinfo.is MENNINGARRÁÐ VESTFJARÐA Frístundakor t Ástvaldur Traustason skólastjóri Tónheima “Markmið mitt er að gefa sem flestum tækifæri til að stunda tónlistarnám því tónlist er stór hluti af lífi okkar og veitir ómælda gleði og ánægju . Nú gefst þér tækifæri til þess að stunda skemmtilegt tónlistarnám - sem fyrr eru allir velkomnir, byrjendur sem lengra komnir, ungir og aldnir.” Upplýsingar og skráning á tonheimar.is og í síma 846 8888 Skráning hafin á haustönn - enginn biðlisti! Bassagítar Lagasmíðar Harmónika Raf- og kassagítar Píanó Tónheimar - Fákafeni 9 - tonheimar@tonheimar.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.