Fréttablaðið - 22.08.2009, Síða 62
MENNING 14
NÝJAR BÆKUR
Heitar laugar á Íslandi eftir Jón G. Snæland og Þóru Sigur-
björnsdóttur er komin út. Í bókinni er fjallað um hið sérstæða
fyrirbæri í náttúru Íslands, heitar laugar, bæði frá ósnortnum
náttúrulaugum og manngerðum laugum sem skemmtilegt er að
skoða og njóta. Þær eru bæði í byggð
og í óbyggðum og á misfjölförnum
slóðum. Bókin hentar vel á ferðalögum
ef fólk vill bregða sér í heitt bað. Þar
sem oft getur reynst erfitt að finna ein-
stakar laugar, sérstaklega á hálendinu,
fylgja GPS-punktar öllum laugunum
sem fjallað er um en þær eru á annað
hundrað. Ljósmyndir eru af þeim öllum
og fjörlegar leiðar- og náttúrulýsingar
gera bókina að ómissandi förunaut á
ferðalögum. Loks eru vönduð kort í
bókinni til að auðvelda notkun hennar.
Skrudda gefur út.
Flóttinn frá Reykjavík eftir Hugleik Dagsson er blóðsósa fram-
hald sögunnar af eineygða kisanum og ástandinu. Kisi er snúinn
aftur, úrræðagóður og morðóður sem aldrei fyrr, en í fjórðu
bókinni um eineygðu hetjuna glímir
hann enn ásamt félögum sínum við
„ástandið“. Við sögu koma meðal ann-
ars andsetinn krullhærður píslarvottur,
skilningslaus útgefandi og undirheimar
Íslenskrar erfðagreiningar sem ef til
vill geyma lykilinn að framtíð þessar-
ar hrjáðu þjóðar. Hugleikur Dagsson
má kallast ókrýndur myndasöguprins
íslensku þjóðarinnar. Hann hefur
ennfremur séð um útvarpsþætti, gert
vídeóverk, sinnt myndlist og skrifað
leikrit. JPV forlag gefur út.
Í nýrri útgáfu af Ritinu, tímariti Hugvísindastofnunar, er sjónum
beint að hugtakinu „tilbrigði“ (e. variation), sem hefur verið
mjög á döfinni í hugvísindum síðustu áratugi í kjölfar efasemda
um ótvírætt gildi hins „upprunalega“ og ráðandi stöðu hins
staðlaða. Í heftinu eru þrjár greinar um tilbrigði í máli eftir
íslenska málvísindamenn, Höskuld Þráinsson, sem fjallar um
tilbrigði frá sjónarhóli málkunnáttufræði, Sigríði Sigurjóns-
dóttur, sem fæst við tilbrigði í máli barna, og Helga Skúla
Kjartansson, sem fjallar um nýjungagildi tilbrigða í máli. Einnig
er birt grein eftir bandaríska mál-
fræðinginn Anthony Kroch í þýðingu
Sölku Guðmundsdóttur. Til viðbótar
eru greinar um annars konar tilbrigði.
Yelena Sesselja Helgadóttir fjallar um
tilbrigði í byggingu færeyskra skjaldra
sem eru náfrændur íslensku þulunnar.
Tvær greinar fjalla um myndasögur
eftir Úlfhildi Dagsdóttur og Bergljótu S.
Kristjánsdóttur. Ritið er tímarit Hug-
vísindastofnunar.Gestaritstjórar þessa
heftis eru Ásta Svavarsdóttir og Þórhall-
ur Eyþórsson.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
4
20
40
0
4.
20
08
Þ
að verður um tvöleytið
í dag sem þær stöllur
Helena Hansdóttir og
Elín Anna Þórisdóttir
arka af stað frá sultu-
gerð sinni með hlaðinn barnavagn,
Emmaljunga árgerð ‘78, fullan af
sultunni Eldmóði.
Erindi þeirra í bæinn er að
hressa upp á mædda þjóð en sult-
una gefa þær í stroku á ost til að
hressa mönnum geð. Helena segir
uppskriftina vera leyndarmál en
þó megi geta þess að sterkur chili-
pipar gefi henni bragð.
„Hann eykur mönnum kynorku
og eykur blóðið líka til heilans,“
segir hún. „Menn verða langtum
hressari eftir að hafa fengið sér
flís af osti með Eldmóði.“ það er
víst ekki hollt að missa hófsemd í
skömmtum af Eldmóði. Þó er stutt
í að menn fái hugmyndir sem ekki
er skynsamlegt að framkvæma.
Þær arka af stað upp úr tvö í dag
og ef menn vilja ná í þær fljótt og
vel er pöntunarsími opinn 842
5642. Þær eru glaðar að fá hring-
ingu meðan birgðir endast.
Næturhrafnar skulu samt ekki
hringja seint þegar þrekið er tekið
að dofna. Eldmóður er fyrir alls-
gátt fólk.
MÁ BJÓÐA ÞÉR
Eldmóð á ostinn
Mörg eru uppátækin sem munu gleðja mann í dag á göngu. Tvær myndlistar-
konur verða á ferðinni með undralyf fyrir mædda þjóð.
MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Helena og Elín við æfingar á myndlistargerningi sínum í túninu heima. MYND/ELDMÓÐUR