Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 72
40 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
ÞÓRARINN ELDJÁRN RITHÖF-
UNDUR ER SEXTUGUR Í DAG.
„Það er best að vera hreinn
og heill, í hug og verki
traustu bjargi líkur.“
Þórarinn er rithöfundur og
skáld. Einn fárra af sinni kyn-
slóð sem jafnan notar hina
hefðbundnu bragarhætti í
ljóðum sínum.
Íslendingar sigruðu
Spánverja í handbolta
í undanúrslitaleik Ól-
ympíuleikanna þenn-
an dag í fyrra. Það var
magnþrungin stund
enda ótrúleg frammi-
staða hjá íslensku
leikmönnunum sem
eygðu þar með gull-
ið ef tækist að vinna
Frakkana. Leikmenn-
irnir ærðust líka af
gleði að leik loknum,
ásamt allri íslensku
þjóðinni sem á horfði.
Leikurinn fór fram í
Peking að viðstöddum
forseta Íslands og fjölmörgum fleiri Íslending-
um. Öllum var ljóst að
þeir höfðu orðið vitni
að einstökum viðburði
í Íslandssögunni, silfur-
verðlaun í hópíþrótt
í hendi og gull á Ól-
ympíuleikum raunhæf-
ur möguleiki. „Þetta
er mín stærsta stund í
boltanum og skrítið að
hægt sé að gera hana
stærri,“ sagði Ólafur
Stefánsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins,
eftir leikinn.
Íslendingar eru
fimmta fámennasta
þjóðin sem hefur
unnið til verðlauna á sumarólympíuleikum.
ÞETTA GERÐIST: 22. ÁGÚST 2008
Sigurstund í íslenskri íþróttasögu
MERKISATBURÐIR
1809 Jörundur hundadagakon-
ungur er handtekinn og
valdatíma hans á Íslandi
þar með lokið.
1916 Fyrsta lestarslysið verð-
ur á Íslandi þegar telpa
verður fyrir lest við
Reykjavíkurhöfn.
1922 Íslandsmet sett í 5.000
metra hlaupi er Jón
Kaldal hleypur vegalengd-
ina á 15 mínútum og 23
sekúndum.
1981 Minnisvarði um Ara fróða
Þorgilsson afhjúpaður á
Staðarstað á Snæfells-
nesi.
1992 Á Egilsstöðum lýkur vest-
norrænu kvennaþingi
með því að hlaða vörðu
úr grjóti frá Grænlandi,
Færeyjum og Íslandi.
„Þetta eru sorgarlög í flutningi sem
hentar við jarðarfarir því að útsetn-
ingin er lágstemmd. Ég syng og Þórir
Úlfarsson leikur undir á píanó,“ segir
Snorri Snorrason, söngvari og upptöku-
maður, um nýjan disk sem hann hefur
sungið inn á. Hann segir diskinn þó
ekki vera á leið í sölu heldur ætli hann
að gefa hann í kirkjur og útfararstofur.
„Þetta er bæði kynning fyrir mig sem
söngvara og hugmyndabanki fyrir þá
sem þurfa að velja lög til flutnings við
jarðarfarir. Reyndar er verið að skoða
það að gefa hann út en ákvörðun um
það hefur ekki verið tekin.“
Margir muna eftir Snorra sem Idol-
stjörnu Íslands 2006 þar sem hann
heillaði fólk einkum með ljúfum ball-
öðum. Síðan hefur hann meðal ann-
ars sungið í hundruðum jarðarfara.
„Ég er bestur í rólegu lögunum. Þess
vegna hentar mér vel svona útfaratón-
list,“ segir hann og kveðst hafa fengið
hugmyndina að sorgardiskinum fyrir
einu og hálfu ári þegar faðir hans dó úr
krabbameini. „Þegar maður missir ein-
hvern þá langar mann að hlusta á fal-
leg lög í rólyndisflutningi, þess vegna
fór ég í að setja saman þennan disk.
Upphaflegu útsetningarnar eru stærri
og með öðrum blæ.“
Beðinn að nefna lög af nýja diskin-
um byrjar Snorri á Kveðju sem var á
Idol-diskinum hans á sínum tíma. „Það
er erlent lag sem systir mín gerði texta
við,“ lýsir hann og kveðst langoftast
hafa flutt það í jarðarförum. „Svo eru
þarna Í bljúgri bæn, Dagný og Sökn-
uður. Líka sálmarnir Drottinn er minn
hirðir og Hærra minn Guð til þín svo
einhver séu nefnd.“
Snorri hefur undanfarin ár aðallega
fengist við útsetningar og upptökur
enda er hann með eigið stúdíó í kjall-
aranum heima. Hann kveðst hafa verið
byrjaður á þeirri iðju áður en hann fór
í Idolið. „Ég var einmitt að taka upp
plötu með Jet Black Joe á meðan ég var
í Idolinu,“ rifjar hann upp en kveðst
hafa aukið við tækjakostinn síðan
og verið á kafi í tónlistinni, útsett og
tekið upp heilu plöturnar og líka stök
lög. Hann bætti nýlega við sig aukabú-
grein, www.fjarupptokur.is, sem hann
segir sniðugt batterí.
„Það eru til svo margir skúffulaga-
höfundar,“ segir hann. „Fullt af fólki
sem er að semja músík heima hjá sér
en fer aldrei með hana lengra en að
glamra hana á gítarinn eða gutla á
píanóið. Þá eru fjarupptökur góð lausn.
Fólk getur sent mér lagið eða komið og
spilað það fyrir mig. Ég er með heila
hljómsveit og við útsetjum og tökum
upp, með eða án söngs eftir því sem
lagahöfundurinn óskar. Ef hann vill
syngja sjálfur þá kemur hann og bætir
söngnum við í lokin. Þá er hann kom-
inn með fullkomið lag sem hann getur
átt fyrir sjálfan sig og fjölskylduna,
eða jafnvel gefið út. Ég opnaði síðuna í
vor og það eru komin lög í útvarpið úr
þessari smiðju.“
Ekki er alveg hægt að sleppa Snorra
án þess að spyrja um fjölskylduna
því að hún skipaði stóran sess í lífi
hans þegar hann var Idol-stjarna.
„Mörg börn? Ég á þrettán,“ segir hann
glettnislega en dregur svo tíu frá. „Nei,
þau eru enn bara þrjú. Það er fín tala.“
gun@frettabladid.is
SNORRI SNORRASON: HEFUR SAFNAÐ SORGARLÖGUM OG SUNGIÐ INN Á DISK
Fékk hugmyndina þegar hann
missti föður sinn úr krabba
Í KJALLARANUM Snorri fæst við útsetningar og upptökur flesta daga og er með síðuna
www.fjarupptokur.is fyrir þá sem vilja senda honum lög. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
STRÁKARNIR
OKKAR FAGNA.
Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra eiginmanns, föður og afa,
Friðriks Péturssonar
fyrrv. kennara, Borgarholtsbraut 20,
Kópavogi.
Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir
Ríkharður H. Friðriksson
Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir
Kristín Helga Ríkharðsdóttir
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
Harðar Benediktssonar
múrara,
Skipholti 43, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 11-B við Hringbraut,
heimahlynningar og Örnu Daggar Einarsdóttur læknis.
Hjördís M. Jóhannsdóttir
Benedikt Harðarson
Gylfi Harðarson Stella F. Sigurðardóttir
Hilmar Harðarson Þorgerður L. Diðriksdóttir
Hörður Harðarson Eva Jóhannsdóttir
Áslaug Þ. Harðardóttir Ingólfur Arnarson
barnabörn og langafabarn.
Systir okkar og mágkona,
Birna María Eggertsdóttir
kennari,
sem lést fimmtudaginn 13. ágúst,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn
24. ágúst kl. 13.00.
Ásta Lóa Eggertsdóttir
Ingigerður Eggertsdóttir
Unnur Eggertsdóttir, Hermann Arnviðarson, Gunnhildur
Hrefna Eggertsdóttir, Óskar Þorsteinsson, Kolbrún
Eggertsdóttir, Arnaldur F. Axfjörð, Pétur Eggert Eggertsson,
Sigurborg Steingrímsdóttir.
MOSAIK
Guðrún Arnbjörg
Pétursdóttir
(Adda)
Kumbaravogi, Stokkseyri,
sem lést 3. ágúst, verður jarðsungin mánudaginn
24. ágúst kl. 16 frá Stokkseyrarkirkju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnar Júlíusson
Luther Hróbjartsson