Fréttablaðið - 22.08.2009, Page 76
44 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
OKKUR
LANGAR Í
…
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
Hönnuðir víðs vegar um heim sýndu ýmis konar útgáfur af
svarta mótorhjólajakkanum fyrir komandi haust. Flíkin öðlaðist
fyrst vinsældir hjá konum á sjöunda áratugnum þegar til dæmis
Marianne Faithful og Brigitte Bardot tóku að klæða sig í mót-
orhjólaleður frá toppi til táar. Frakkinn Christophe Decarnin
hefur aðhyllst rokkstelputískuna síðan hann tók við tískuhúsinu
Balmain og bauð upp á ýmis konar rennda jakka, kjóla og buxur
fyrir veturinn. Einnig mátti sjá svipuð áhrif hjá Gucci, Alex-
ander Wang, Roland Mouret og Haider Ackerman. - amb
Af einhverjum ástæðum finnst mér alltaf að ákveðin æði grípi auð-
veldlegar um sig hér á litla landinu okkar en víðast hvar annars staðar
í heiminum. Flestir aðrir heimspartar búa yfir ögn meiri fjölbreytni
en litla íslenska samfélagið og þá ríkir meiri breidd í tískusveiflunum.
Hér klæðir fólk sig oft svipað eða þá að ákveðin tískutrend ná fótfestu
og þá sjást gersamlega allir í því. Í sumar tók ég eftir því að lang-
flestar ungar píur voru komnar í svipað júniform: svartar leggings
sem ná niður á ökkla, berfættar í háum hælum og við þetta ganga þær
í afskaplega flegnum babydoll kjól í ýmiss konar litum úr einhvers
konar teygjanlegu gerviefni. Ég veit ekki hvaðan þetta trend eigin-
lega kom en persónulega finnst mér þetta yfirleitt óklæðilegt og leiði-
gjarnt. Einhvern tímann fyrir löngu síðan lærði ég líka að það að sýna
eins mikið af brjóstaskorunni og mögulegt er væri ekkert sérstaklega
smart né kynþokkafullt. Þar gildir jú „less is more“ reglan eins og
annars staðar. Um daginn átti ég þó spjall við vinkonu mína sem spáði
því að skvísur færu að klæða sig í djarfari og djarfari föt út á lífið þar
sem eitt væri jú ókeypis í kreppunni: kynlíf. Kannski að það verði bara
heitt eftir allt saman að vera skinkuleg.
Íslenskar tískubólur
LEÐUR OG TÖFFARASKAPUR Í HAUST
Mótorhjólajakkarnir
koma sterkir inn
SEXÍ Níð-
þröngt leður
hjá Alexander
Wang
RENNILÁS
Kynþokka-
fullur stutt-
ur kjóll hjá
Balmain
KLASSÍSKT Leðurjakki
við silkiskyrtu og svart-
ar buxur hjá Gucci
ROKKA-
BILLI
Flottur
leð-
urjakki
með
áberandi
herðum
við
svartar
þröngar
buxur hjá
Balmain
SÍÐUR
Renndur
leðurjakki við
rauðan bol
hjá franska
tískuhúsinu
Barbara Bui
TÖFFARI Breski
hönnuðurinn
Gareth Pugh
sýnir hér útgáfu
af mótorhjóla-
lúkkinu fyrir
strákana í vetur
Fallegt heklað
hálsmen eftir
Elínu Hrund Þor-
geirsdóttur sem
fæst í Kisunni.
Ilmvatn í dós frá L-
Occitane með hinum
einstaklega frískandi
Verveine ilmi. Stór-
sniðugt í ræktina eða
vinnuna.
Dásamlegt
kinnalitabox frá
Yves Saint Laurent sem er
með brúnum, bleikum og glimm-
ertónum til að fríska upp á andlitið.
> SÝNIR Í KRONKRON
Ljósmyndarinn Saga
Sigurðardóttir hefur
vakið mikla athygli fyrir
sérstakar tískumyndir.
Á Menningarnótt opnar
hún sýningu í verslun-
inni KronKron þar sem
hún notast við fatnað
seldan þar.