Fréttablaðið - 22.08.2009, Síða 79

Fréttablaðið - 22.08.2009, Síða 79
LAUGARDAGUR 22. ágúst 2009 Kysstu gamla tímann bless Lifðu núna Dell Inspiron mini • Netfrelsi frá Vodafone • Innbyggt 3G netkort • 5 GB gagnamagn innfalið á mán. 0 kr. út 6.900 kr. á mán. í 24 mán. Nánari upplýsingar á vodafone.is og í síma 1414 Hópur ungra listamanna sem kalla sig Pretty Boys Group opnar nýtt gallerí við Hverfisgötu 34 í dag. „Við vorum að leita að húsnæði til að nýta sem vinnustofu og gall- erí. Þar sem það er svo mikið af tómum húsum í miðbænum ákváð- um við að taka eitt yfir, gera það upp og færa okkur svo yfir í það næsta,“ segir Þórsteinn Sigurðs- son, einn meðlima Pretty Boys Group. „Þegar við vorum búnir að gera húsið við Hverfisgötu upp fengum við heimsókn frá borgar- yfirvöldum og fengum leyfi til að vera áfram í húsnæðinu. Þannig að við erum búnir að vera hér síðan og erum nú að fara að opna gallerí sem mun bera nafnið Bosnía.“ Piltarnir eru allir listamenn að mennt og eru að sögn Þórsteins að gera ólíka hluti þó flestir tengist þeir í gegnum götulist sem þeir stunda. Hópurinn fær að nýta húsnæð- ið undir list sína í óákveðinn tíma, eða þar til ráðist verður í frekari framkvæmdir á húsinu. „Sýningin sem opnar hér í dag verður sam- sýning okkar sem að þessu stönd- um. Veitingar verða í boði, lifandi tónlist og dans þannig ég hvet alla til að mæta,“ segir Þórsteinn. Opnunin hefst klukkan 17.00. - sm Fallegir drengir opna gallerí á Hverfisgötu PRETTY BOYS GROUP Listahópurinn opnar gallerí við Hverfisgötu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kristján Jónsson sigraði í Bjórreið á Hellu um síðustu helgi. „Það eru níu hundruð eftir, það má alveg brúka það, halda gott partí eða eitthvað,“ segir Kristján Jóns- son knapi, en hann sigraði í svo- kallaðri bjórreið sem haldin var á Hellu um síðustu helgi í tengsl- um við Töðugjöld. Í sigurlaun voru hundrað kassar af Egils Gulli sem gerir um þúsund bjóra, reyndar litlar dósir, en engu að síður tölu- vert magn af bjór. Kristján gaf strax um hundrað bjóra frá sér, andstæðingar hans, sem voru sjö talsins, fengu sinn kassann hver og svo fékk mótstjórnin einn kassa. Þannig að allir máttu una glaðir við sitt í leikslok. Kristján hélt síðan að sjálfsögðu upp á sig- urinn með því að fá sér nokkra, þannig að nú eru eftir níu bretti, níu hundrað litlar dósir. Hestur Kristjáns, Bróðir, stóð svo sannarlega undir nafni líkt og segir í Njálu: ber er hver að baki nema sér bróður eigi. „Já, hann stóð sig með stakri prýði, þetta er höfðingi og stendur sig vel í öllu,“ segir Kristján, stoltur af gæðingn- um. Knapinn er reyndar nýbyrjað- ur í hestum sjálfur eftir smá hlé. „Ég var í þessu þegar ég var krakki, en svo fékk maður bílpróf og fór að sinna öðrum hestöflum. Maður setti það síðan alltaf fyrir sig að það væri of dýrt að byrja en svo komst maður í þá aðstöðu að geta byrjað og þá varð ekki aftur snúið.“ Þótt áfengi og hestamennska hafi löngum verið óaðskiljanlegir vinir í gegnum tíðina segir Kristj- án menninguna hafa breyst til hins betra. „Menn eru nánast alveg hættir að vera fullir á hestbaki. En hestamönnum finnst ekkert leiðin- legt að fá sér í glas, þeir gera þetta bara núna í sitthvoru lagi.“ - fgg Vann þúsund bjórdósir á Hellu BRÓÐIR OG KRISTJÁN Kristján var að vonum sáttur með sína níu hundruð bjóra sem ættu að duga honum eitthvað fram eftir ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.