Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 80
48 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
Mikil umræða hefur skap-
ast í kringum viðburðinn
Iceland Fashion Week og
eru Gunnar Hilmarsson,
formaður Fatahönnunar-
félags Íslands, og Steinunn
Sigurðardóttir, fatahönn-
uður, í hópi þeirra hönnuða
sem eru óánægðir með
viðburðinn.
„Annars staðar í heiminum eru
tískuvikur settar upp í samvinnu
við fatahönnunarfélag þess lands,
það er ekki tilfellið hér með Ice-
land Fashion Week. Okkur finnst
við þurfa að vekja athygli á því
að þetta er starfsgrein sem fólk
hefur lífsviðurværi sitt af og því
ætti ekki hver sem er að fá að ráð-
ast í verkefni sem þetta,“ segir
Steinunn Sigurðardóttir fata-
hönnuður. Hún er ósátt við Ice-
land Fashion Week sem Kolbrún
Aðalsteinsdóttir ráðgerir að halda
í október. Nokkra athygli hefur
vakið að engir íslenskir fatahönn-
uðir taka þátt í tískuvikunni og
hefur Fréttablaðið áður sagt frá
óánægju íslenskra hönnuða með
hana. Harpa Einarsdóttir stofnaði
til að mynda hóp á Facebook þar
sem rúmlega átta hundrað manns
hafa lýst sig andsnúna Iceland
Fashion Week í núverandi mynd.
„Þegar erlendir fatahönnuðir
og blaðamenn fá boðskort á Ice-
land Fashion Week þá gera þeir
ráð fyrir að viðburðurinn sé unn-
inn í samvinnu við Fatahönnunar-
félagið sem auglýst er en í þessu
tilfelli er það ekki. Við óttumst að
þetta muni skaða þá miklu vinnu
sem við höfum sett í að byggja upp
fatahönnunariðnaðinn hér á landi,“
segir Gunnar Hilmarsson, formað-
ur Fatahönnunarfélags Ísland, og
tekur fram að hlutverk félagsins
sé að styrkja stöðu íslenskra hönn-
uða á alþjóðamarkaði og koma
hönnuðum á framfæri.
„Um fimmtíu manns eru skráðir
í félagið, flestir eru í útflutningi á
vörum sínum og því er mikilvægt
að verja orðspor okkar á erlendri
grundu. Fatahönnunarfélagið ætti
að eignast Iceland Fashion Week
og gera þetta faglega. Þeir sem
lifa og hrærast í þessum heimi
vita að það er það sem skiptir
mestu máli,“ segir Steinunn. Hún
segir að það kæmi til greina að
gera þetta undir öðru nafni eins
og stungið hefur verið upp á, en
telur að það muni aðeins valda
ruglingi. Gunnar samsinnir þessu
og bætir við að það sé ekki nóg að
halda góða tískusýningu, heldur
verði hún að vera frábær og fag-
mannleg. „Alls staðar annars stað-
ar mundi það hljóma út í hött að
halda tískuviku án fatahönnuða,“
segir Gunnar að lokum.
sara@frettabladid.is
Ósætti um íslenska tískuviku
VILL NAFNIÐ TIL FAGAÐILA Steinunn
Sigurðardóttir vill að Fatahönnunarfélag
Íslands fái afnot af nafninu Iceland
Fashion Week. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
MIKIL VINNA Gunnar Hilmarsson, formaður Fatahönnunarfélagsins, segir félagið hafa unnið ötullega að því að byggja upp ímynd
íslenskrar fatahönnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Það er mikill heiður fyrir mig að
fá að matreiða fyrir konurnar þetta
kvöld,“ segir Deepak Panday á veit-
ingastaðnum Kitchen á Laugavegi.
Þar munu um þrjátíu nepalskar
konur koma saman í kvöld og halda
upp á hina árlegu nepölsku Teej-
hindúahátíð sem er tileinkuð eigin-
mönnum þeirra.
„Þetta er aldagömul hátíð sem
nepalskar og indverskar konur
halda upp á úti um allan heim á
hverju ári. Indverjar fagna því
ekki á sama tíma, en á svipaðan
hátt. Konurnar koma saman uppá-
klæddar, oft í rauðum sari sem er
tákn giftra kvenna. Svo borða þær
saman, dansa og biðja fyrir langlífi
og heilsu eiginmanna sinna. Í kjöl-
farið fasta þær svo í tvo daga, eða
þangað til eiginmenn þeirra gefa
þeim leyfi til að borða á ný, en fyrir
konurnar er það mikill heiður að
fasta fyrir eiginmenn sína,“ útskýr-
ir Panday. Aðspurður segir hann
að um níutíu Nepalar séu búsettir
á Íslandi, en Kitchen sérhæfir sig í
nepalskri matseld og mun Panday
framreiða ýmis konar góðgæti.
„Ég ætla að bjóða upp á svínakjöt,
kjúkling, grænmeti, pilau-hrísgrjón
og einhver sætindi. Aðeins konurn-
ar borða saman þetta kvöld, en sam-
kvæmt hefðinni mega mennirnir
borða matinn sem þær leifa.“ - ag
Nepalskar konur
halda árlega hátíð
TEEJ-HÁTÍÐ Á KITCHEN Þrjátíu nepalskar konur koma saman í kvöld og halda upp á
hina árlegu Teej-hindúahátíð sem er tileinkuð eiginmönnum þeirra.
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið