Fréttablaðið - 22.08.2009, Page 94
62 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. sólarhringa, 6. í röð, 8. hár, 9. loga,
11. á fæti, 12. verslað, 14. mont, 16.
í röð, 17. þrí, 18. til viðbótar, 20. fisk,
21. skjótur.
LÓÐRÉTT
1. afl, 3. tvíhljóði, 4. planta, 5. einkar,
7. vonsvikinn, 10. inngangur, 13. ot,
15. ökutæki, 16. húðpoki, 19. átt.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. daga, 6. rs, 8. ull, 9. eld,
11. il, 12. keypt, 14. grobb, 16. hi, 17.
trí, 18. enn, 20. ál, 21. snar.
LÓÐRÉTT: 1. þrek, 3. au, 4. glitbrá, 5.
all, 7. sleginn, 10. dyr, 13. pot, 15. bíll,
16. hes, 19. na.
PERSÓNAN
Pétur Grétarsson
Aldur: 50 ára.
Stjörnumerki: Bogmaður.
Starf: Tónlistarmaður og
jazzhátíðarstjóri.
Fjölskylda: Er giftur Margréti Gísla-
dóttur, útibússtjóra í Landsbankan-
um, og við eigum Berglindi sem er
20 ára og Gísla sem er 35 ára.
Búseta: Við búum í smáíbúða-
hverfinu.
Pétur Grétarsson er framkvæmdastjóri
Jazzhátíðar Reykjavíkur sem nú stendur
yfir.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8.
1 Benedikt Jóhannesson.
2 Óttar Pálsson.
3 19,19 sekúndur.
„Þetta er bara byrjunin. Ísland
hefur verið að vaxa í áliti hjá Ind-
verjum og þeim á eftir að fjölga
mikið sem koma hingað til lands,“
segir veitingakonan Chandrika
Gunnarsson hjá Austur-Indíafélag-
inu við Hverfisgötu. Sífellt færist í
vöxt að tökulið frá Indlandi taki upp
tónlistarmyndbönd fyrir kvikmynd-
ir sínar hér á landi. Fréttablaðið
hefur greint frá tveimur; annars
vegar kvikmyndagerðarfólki frá
Kollywood og svo frá Tollywood en
bæði þessi nöfn draga heiti sín af
þeim hluta Indlands eða tungu þar
sem framleiðslan fer fram. Chand-
rika og hennar fólk hefur séð um að
indversku gestirnir hafi fengið mat
við sitt hæfi.
Ef marka má vefsíðu Thaiindia
er væntanlegt annað tökulið frá
Kollywood með einhverri skærustu
stjörnu þess kvikmyndaiðnaðar. Sá
heitir Chiyaan Vikram og er þekkt-
ur um allt Indland. Kvikmynda-
gerðarfólkið hyggst samkvæmt
fyrstu fréttum taka upp heila kvik-
mynd hér á landi og yrði það þá í
fyrsta skipti. Þá hefur Fréttablað-
ið heimildir fyrir því að aðilar frá
Bollywood séu mjög áhugasamir
um að koma hingað til lands, en
það verkefni yrði væntanlega mun
stærra í sniðum en þau sem hafa
ratað hingað nú þegar.
Chandrika upplýsir að þeir hópar
sem hingað hafi komið séu mjög
þekktir í sínu héraði, þó þeir hafi
kannski ekki náð hylli á öllu Ind-
landi. „En það má ekki gleyma því
að íbúar í hverju héraði eru margar
milljónir og því er þetta mjög stór
markhópur,“ útskýrir Chandrika.
Hún telur að opinber heimsókn for-
seta Indlands, Abdul Kalam, fyrir
rúmum þremur árum hafi gert
mikið fyrir íslenska landkynn-
ingu á Indlandi. „Augu fólks á Ind-
landi opnuðust fyrir Íslandi og fólk
er betur upplýst um landið og hvað
það hefur upp á að bjóða.“ Aust-
ur-Indíafélagið hefur haft í nægu
að snúast fyrir kvikmyndagerðar-
fólkið sem hefur komið hingað að
undanförnu og séð um að fæða
stjörnurnar. „Þau hafa verið alveg
ótrúlega ánægð með matinn, þau
bjuggust ekki við því að hér væri
hægt að fá alvöru indverskan mat
og þetta kom þeim því skemmti-
lega á óvart.“
Chandrika hefur varla haft
undan að taka á móti indversku
frægðarfólki. Stjörnur frá Bolly-
wood, sem fá engan frið fyrir ljós-
myndurum og aðdáendum heima
fyrir en kollegar þeirra í Holly-
wood, hafa verið tíðir gestir á
Íslandi að undanförnu og svo kom
einhver þekktasti krikketleikari
heims, Satchin Tendulkar, hingað
til lands og naut veðurblíðunnar í
sumar. Sé einhver í vafa um frægð
Tendulkars má geta þess að Gor-
don Brown, forsætisráðherra Bret-
lands, lagði til að hann yrði aðlaður
af drottningunni fyrir framlag sitt
til íþróttarinnar.
freyrgigja@frettabladid.is
CHANDRIKA: INDVERSKI FORSETINN OPNAÐI DYRNAR AÐ ÍSLANDI
Innrás Indverja rétt að byrja
CHANDRIKA GUNNARSSON Vitað er að Harrison Ford hefur mikið dálæti á Austur-
Indíafélaginu en veitingastaðurinn hefur eldað ofan í indversku kvikmyndastjörn-
urnar sem hafa komið hingað til lands að undanförnu og séð til þess að þær fái
almennilegan indverskan mat. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Auðvitað ætti bara að skipta út
hvalaskoðunarferðum fyrir þetta,
menn gætu bara farið á hvalveið-
ar, komist í almennilegt návígi við
dýrið,“ segir Jóhannes Felixson,
betur þekktur sem Jói Fel. Ný þátta-
röð með bakaranum er í bígerð og í
fyrsta þættinum fer Jói á hvalveið-
ar með hvalveiðibátnum Jóhönnu,
skammt frá Akranesi. Jói var engin
hvalafæla því áhöfnin á Jóhönnu
skaut tvær myndarlegar hrefnur;
önnur var sex tonn en hinn sjö.
Jói segir þetta hafa verið alveg
ótrúlega upplifun. „Bara geðveikt,
þegar maður er nýbúinn að landa
einum tíu punda laxi og fer svo á
svona, þetta er bara ólýsanlegt,“
segir Jói, sem fékk þó ekki að taka í
skutulinn enda er slíkt aðeins fyrir
vana menn.
Hvalveiðitúrinn stóð yfir frá
klukkan átta um morguninn til ell-
efu um kvöldið og var hvalurinn
verkaður um borð. „Þetta var allt
öðruvísi en maður hafði gert sér í
hugarlund, kannski vegna þess að
maður er búinn að sjá svo margar
myndir frá Hvalfirði, þar sem hval-
urinn er verkaður á þurru landi,“
segir Jói, sem ber skipverjunum á
Jóhönnu vel söguna. „Maður var
bara kominn með í eyrun, þessir
menn höfðu séð svo margt og höfðu
frá ótrúlega mörgu að segja.“ Jói
nýtur svo liðsinnis Úlfars Eysteins-
sonar á Þremur frökkum við að elda
úr hráefninu. - fgg
Jói Fel á hrefnuveiðum
„Ég veit ekki hvort það sé Facebook-liðið eða
eitthvað fólk sem vill mig burt. Ég hef engar
skýringar á þessu og er eiginlega bara þreytt
og pirruð. Ég sem hélt að þetta ætti að vera
eitthvað gaman,“ segir Ragnheiður Elín Clau-
sen, fyrrum sjónvarpsþula. Henni hefur nú
verið hent, aftur, útaf Facebook-vinasamfélag-
inu án skýringa.
Mikla athygli vakti í júní á þessu ári þegar
fjölmiðlar greindu frá því að Ragnheiði hefði
verið vísa útaf samskiptavefnum Facebook.
Fjöldi fólks skráði sig á stuðningssíðu henni til
heiðurs og að endingu fékk Ragnheiður gömlu
síðuna sína aftur með ákveðnum skilmál-
um, meðal annars að hún mætti ekki skrifa
athugasemdir hjá öðru fólki. Hún brá því á
það ráð að stofna nýja síðu, nú undir nafn-
inu Ragnheiður Elín Clausen Hauksdóttir, en
þeirri síðu hefur nú verið lokað. „Og það án
viðvörunar, það voru einhverjar viðvaranir
á gömlu síðunni um að ég væri að gera eitt-
hvað af mér en síðunni var bara lokað þegar
ég var að setja inn ljóð um hund og skrifa um
tvö hundruð metra hlaupið hans Usuain Bolt,“
segir Ragnheiður sem kveðst ekki hafa stund-
að neina auglýsingamennsku né áróður heldur
hafi hún einmitt gætt orða sinna.
Ragnheiður tekur reyndar fram að hún hafi
slasast fremur illa á ökla í sumar og þurft að
vera rúmliggjandi í smá tíma. Þá hafi hún
getað fylgst með hvernig annað fólk notaði
Facebook og komist að því að notkun hennar
væri ekkert öðruvísi en margra annarra þar
inni. Ragnheiður efast um að hún muni snúa
aftur til leiks á Facebook. „Ég veit ekki hvort
ég nenni þessu eitthvað lengur.“ - fgg
Ragnheiði Clausen aftur hent út af Facebook
FACEBOOK-LAUS Ragnheiður Clausen efast um að hún
nenni aftur á Facebook eftir að hafa verið hent út í
annað sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
HREFNAN Í HÖFN Jói Fel tekur mynd af nýveiddri hrefnu sem skipverjar á Jóhönnu
skutu rétt fyrir utan Akranes.
Yoga
1. September í Drafnarhúsinu
í Hafnarfi rði, Strandgata 75
Styrkur - liðleiki – kyrrð -
orka - mataræði
Aldur fólks mælist ekki í
árum heldur sveigjanleika
hryggjarsúlunnar.
Yoga 2 x í viku kl. 18.15
þriðjudaga og fi mmtudaga
Sanngjarnt verð
Skráning í síma 6910381
og 5650381
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í gær dulbjuggu þeir Auðunn
Blöndal og Sverrir Þór sig sem
útigangsmenn og héldu út í óviss-
una. Upphafleg áætlun gerði ráð
fyrir að grínistarnir tveir myndu lifa
sem rónar í Reykjavík í heilan dag,
þar á meðal sofa úti um nóttina.
En öðruvísi fór en ætlað var því að
einn af þeim ógæfumönnum sem
Sveppi og Auddi hittu hótaði því að
ná í riffilinn sinn og skjóta Sveppa.
Klukkan tvö um nóttina gáfust
félagarnir upp á kuldanum og létu
lögguna hirða sig upp við Hótel
Borg.
Ingibjörg Egilsdóttir, fulltrúi
Íslands í Miss Universe, virðist
hafa heillað íbúa Bahamas og
aðra aðdáendur keppn-
innar upp úr skónum.
Aðdáendasíða keppn-
innar á Facebook spáir
því meðal annars að
Ingibjörg muni berjast
um titilinn við ungfrú
Ekvador og heimasíða
Playboy, playboy.com, er
einnig bjartsýn fyrir hönd Ingibjarg-
ar því að fulltrúar Hughs Hefner eru
sannfærðir um að Miss Universe-
titillinn fari til Íslands þetta árið.
Óprúttnir þjófar brutust inn í
Borgarleikhúsið meðan starfsemi
var með minnsta móti í sumar.
Þjófarnir höfðu lítið sem ekkert
upp úr krafsinu annað en nokkra
diska og flakkara í hljóðdeildinni.
Karl Ágúst Úlfsson hefur þó
eflaust bölvað þjófunum þegar
í ljós kom að á einum diskanna
var hljóðmyndin úr Harry og
Heimi sem frumsýnt verður 12.
september. Þeir félagar
þurfa því að taka öll
aukahljóðin í sýning-
unni upp á nýtt. Vart
þarf að taka fram að
öryggiskerfi Borgarleik-
hússins hefur verið
eflt til muna. - fgg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI