Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Blaðsíða 33
90
- rúmar 3000 tunnur - og einnig getið um kjötsend-
ing þá — 420 tunnur —, sem danska Sambandskaup-
fjelagið fjekk beint frá nokkrum kaupfjelögum norðan
lands. Brýnir greinin fyrir landsmönnum þá miklu nauð-
syn, að bæta kjötverkunina, sem verða má, og auka
þannig álit kjötsins og verðmæti á erlendum markaði;
gefur greinin ýmsar góðar bendingar í þeim efnum.
Sýnist það mjög líklegt, sem tekið er fram í greininni,
að vanalegt verð á saltkjöti ætti að geta orðið 60 — 70
kr. fyrir tunnuna, ef nauðsynlegt lag kemst á meðferð
kjötsins og sölu þess. Óskandi er, að sem flestir þeirra,
er landbúnað stunda, lesi þessa grein og kynni sjer vel
allt það, sem lýtur að bættri meðferð á útfluttu saltkjöti.
Búnaðarfjelag íslands hefir talsvert stuðlað hjer að
endurbótum og kaupfjelögin munu einna bezt hafa
fylgst þar með málum. Að vísu er ekki frá miklum
nýjungum að segja í framkomu kaupfjelaganna í þessu
máli, en samt má telja að það geti haft nokkra þýðingu
að skýra frá reynslu þeirra og aðferð, í sumum greinum.
Það má telja nýbreytni, til verulegra bóta, að nokkur
kaupfjelög sendu kjöt sitt beint til neytendanna sjálfra,
síðast liðið haust. Við það sparaðist milligöngukostnað-
ur og fl. Fjelög þessi hafa náð tiltrú hjá viðskiptamönn-
um sínum, og nú hafa þau sterkar líkur fyrir góðum og
víðtækari markaði framvegis, ef allt verður í sama horfi,
eða betra en hingað til.
Kjöt það, sem Kaupfjelag Þingeyinga sendi til Dan-
merkur var, því nær eingöngu, af veturgömlu fje og
lítið eitt af heldur vænum dilkum. Mjög Ijettir kroppar
voru alls eigi sendir. Slátrun fór fram af föstum, ráðnum
mönnum; skrokkarnir flegnir á stólum; enginn aðfluttur
kroppur tekinn. Við höggið á kjötinu voru notaðir sjer-
stakir högghnífar og sagir, af sömu gerð og tíðkast í
Danmörku; var það til talsverðra bóta. Yfirleitt var gætt
þess hreinlætis, sem aðstaðan leyfði. Tíðin var góð,
meðan á slátrun stóð, en ekkert var skýlið. Meðan það
6