Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Blaðsíða 6
63
lagsins draga nú nokkuð á veg sem stofnfje og vöru-
þekking og verzlunarþekking, yfir höfuð, hefur aukizt
svo, að miklu nemur, þó mikið skorti á að vel sje.
Lengi framan af var örðugt fyrir fjelagið, að koma í
verð sumu af gjaldeyri fjelagsmanna, svo að viðunandi
þætti, einkum sláturfje. Nú er nýr markaður fundinn
fyrir kjöt af veturgömlu fje og dilkum, svo að fjelagið
getur nú boðið kaupmönnum byrginn í hverri grein
kaupskapar, sem byggist á falslausum grundvelli.«
„7. Andi og stefna kaupfjelagsskaparins. K. F*. hóf
starf sitt sem samvinnufjelag. Jeg er viss um að ekkert
fjelag hefur átt það nafn fremur skilið en K. I3. þegar í
byrjun. En það var að mestu án vitundar um erlend
kaupfjelög, eða þeirrar ákvörðunar að ganga þeirra götu.
Vjer þekktum þau eigi þá. Hugsunin var einkum þessi
í fyrstu: Hinir mörgu, smáu sameini kraptana, svo þeir
geti sett hnefann á borðið gagnvart einokunarvaldi út-
lendrar og óþjóðlegrar kaupmannastjettar. Markmiðið
var: Eðlileg samkeppni og verzlunararðurinn inn í
landið. þeir sem þá hugsuðu mest um þetta í fram-
kvæmd munu hafa hugsað sjer: Stór kaupfjelög um
land allt og innlendir smákaupmenn í skjóli þeirra, til
þess að selja hinn smærri varning. En eigi var langt
liðið, þá er kviknaðar voru hugsanir hjá sumum fjelags-
mönnum, sem horfðu mikið lengra. Jeg man fyrst eptir
samtali í þá átt 1887. Fóru þær skoðanir nú að ryðja
sjer til rúms, að allir kaupmenn í venjulegum skilningi
væru óþarfir, dýrir og skaðlegir milliliðir. Verzlunar-
keppnin þótt frjáls væri kölluð, væri alls eigi einhlýt til
hollra umbóta í verzlun, og sízt fyrir smælingjana.
Verzlunin væri eitt þeirra verkefna, sem fjelagið — með
tímanum þjóðfjelagið eða ríkið — og þá fyrst um sinn
frjáls fjelagsskapur, ætti að hafa með höndum að öllu
leyti. Pá ^kæini skipulag í stað blindrar samkeppni, þá
væri enginn fyrir borð borinn af því hann væri lítil-
magni. Markmiðið væri þvi: kaupfjelagsskapurinn i stað