Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.12.1922, Page 37

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.12.1922, Page 37
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 147 Erindrekastarfið er nú að verða að brýnni nauðsyn vegna kjötsölunnar, svo að á aðalfundi Sambandsins var samþykt eftiffarandi tillaga: „Fundurinn skorar á stjórn Sambandsins að nota sem best tímann til næsta aðalfundar í því skyni að útvega tilboð frá hæfum mönn- um til að hafa á hendi erindrekastörf fyrir Sambandið. þegar á næsta ári útvega vörur eftir sameiginlegum pöntunum deildanna og standa fyrir sölu á innlendum vörum þeirra. Jafnframt felur fundurinn stjórnarnefnd- inni að leita eftir því hjá deildum Sambandsins, áður en vörupantanir þeirra byrja næsta ár, að hve miklu leyti þær vilji fela Sambandinu pöntun og kaup á til- teknum vörum gegn nægum greiðslutryggingum frá deildanna hálfu“. Á sama fundi skýrði framkvæmda- stjóri frá þvi, að alþingi hefði veitt Sambandinu 500 kr. árlegan styrk á næsta fjárhagstímabili til þess að útbreiða þekkingu á kaupfélagsskap og öðrum samvinnu- félagsskap. Styrk þessum skyldi verja til fyrirlestra um þetta efni á þeim stöðum, er stjómarráðið tiltæki, og gegn jafnmiklu fjárframlagi annarstaðar frá. þessu var tekið mjög vel á fundinum, stjórninni heimiluð nokkur íjárveiting og lienni falið að útvega hæfan mann til fyr- irlestrastarfsins. Fund þennan sátu kjömir fulltrúar frá 5 félögum, tveir er ekki höfðu setið á Sambandsfundum áður, en það voru þeir Einar Árnason á Eyrarlandi og Gísli Jónsson á Sauðárkróki. Á aðalfundi 1912 vom fulltrúar aðeins fyrir 4 fé- lög úr þingeyjarsýslum og Eyjafirði. Voru þar tveir nýir fulltrúar, Einar Sigfússon á Ærlæk og Sigurður Jónsson á Arnarvatni. En frá þessu ári fer Sambandinu að vaxa fiskur um hrygg. Auk venjulegra fundarmála var á þessum fundi rætt um ullarmat, sem síðar komst í framkvæmd. þetta ár eru tvenn tímamót í sögu Sambandsins. Nýr maður tekur að sér kjötsöluna erlendis og fræðslu- starfsemin byrjar. Jón Jónsson Gauti hafði nokkur und- 10*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.