Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 8

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 8
102 JÓN STEFFENSEN ANDVARI á 18. öldinni, þá er jafn víst, að fjölmargir aðrir kvillar áttu drjúgan þátt í lienni, enda margir sjúkdómar, sem magnast mjög við vaneldi og geta þá orðið banvænir, þó fullhraustum séu þeir meinlausir. Það er svo annað mál, að erfitt er að gera sér grein fyrir, hverjir þeir sjúkdómar voru og hversu almennir þeir voru. í því sambandi nægir að minna á, að dánarmein voru þá ekki skráð, og sé þeirra getið, er það af handahófi og dánarorsökin greind af leikmanni. Jafn- vel þó völ væri á fullkominni dánarmeinaskrá samdri af samtíma lækni, þá gæti það orðið ærinn vandi nútíma lækni að sjá, við hvaða sjúkdóm væri átt hverju sinni, eða hvaða nútíma nafngift honunr bæri. Læknar 18. aldarinnar notuðu aðra og ófullkomnari sjúkdómsgreiningu en nú er beitt, sem ekki er að undra. Beztar upplýsingar um almennustu sjúkdómana á 18. öld fást með því að athuga, hverjir voru það á 19. öldinni, þegar fyrst koma fram sænrilegar skýrslur um þetta samdar af færum læknum og áður en farin er að verða teljandi breyting á sóttafari hér. Fremstar eru skýrslur Schleisners, sem ferðaðist um landið 1847, og Jóns Finsens, sem var héraðslæknir í austurhéraði norðuramtsins 1856—66. Báðum ber þessum læknum saman um, að þegar sleppir umferða- pestum s. s. barnaveiki, taugaveiki, skarlatssótt, mislingum, kígbósta, taklungna- bólgu og kvefpestum, séu tíðustu kvillarnir gigt, sullaveiki, hysteri, ýmsir maga- kvillar, trúlega oftast magasár og tíðateppa. Otalinn er þá ungbarnadauðinn, sem samkvæmt útreikingi Schleisners nam þau ár, er engar rneiri báttar pestir gengu, um 30% fæddra, en á sama tíma í Danmörku var hann 19%, og er þetta nálega sama tala og Hannes Finnsson, biskup fær fyrir ungbarnadauðann í Hóla- stifti á 18. öld. (L. L. F. R. V, 115). En dánartalan er á 18. öldinni 20—30%c, þegar engar meiriháttar pestir eða hallæri ganga, en þá er hún margfalt hærri. í yfirliti yfir landlæga sjúkdóma á íslandi, sem Bjarni Pálsson sendir heilbrigðis- ráðinu 1765, telur hann þessa sjúkdóma: 1. holdsveiki, 2. gula, og er þar vafa- laust átt við sullaveiki, 3. morbi obstructionum, aðallega hjá konum, og mun þar átt við tíðateppu, 4. skyrbjúgur, 5. vatnssýki, aðallega hjá konum, en ekki almenn, og 6. alls konar gigt. (Saga sullav. bls. 12—13). Schleisner telur, að holdsveiki og skyrbjúgur hafi verið almennari áður fyrr en þegar hann ferðaðist hér, og tel ég það sennilegt, að minnsta kosti má gera ráð fyrir, að skyrbjúgur ltafi verið tíður þá hallæri genvu. Þetta stutta yfirlit yfir aðalsjúkdóma á 18. öldinni verður að nægja til að gefa hugmynd um, við hvað var að etja í þeini efnum um það leyti, er Bjarni settist í landlæknisembættið. En við skulum nú atlniga með hvaða ráðum al- menningur hér á landi barðist gegn sjúkdómum áður en til komu lærðir læknar. Ur gömlum lækningabókum, er gengu hér manna á meðal og voru til í fjölda uppskrifta, þekkist mikill aragrúi læknisráða, en því miður hafa fáar þeirra verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.