Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1960, Page 44

Andvari - 01.07.1960, Page 44
ÞÓRLEIFUR BJARNASON: FARARTÁLMI Ég reyndi að ræsa jeppann, en vélin var þung í gang og það urgaði þrá- kelknislega í gangsetjaranum. Himinninn hvelfdist í myrkri yfir þorpið, og það var uggvænleg kyrrð yfir öllu. Aðeins ymur af brimhljóði harst að úr miklum fjarska. Vélin vildi enn ekki taka við sér. Éo dró úr innsoginu og lék við benzín- o ö o gjöfina, en það hélt áfram að urga ólundarlega í henni. Skyldi eitthvað vera orðið að gangsetjaranum? Kannski var millibil á kertum eða platínu gengið úr skorðum. Ég talaði við jeppann. Flann var lík- lega í vondu skapi og leizt ekki á væntanlegt ferðalag. Ég ávítaði bann fyrir óréttmæta geðillsku, þegar ég þyrfti á öllu lians eftirlæti að halda. En hann hélt samt áfrarn að rymja illskulega eins og hann mótmælti öllu því sem ég segði. Idótelstjórinn hafði sagt mér að veðurspáin væri slæm. Það var spáð snjó- komu, þegar leið á daginn — Þarna rak vélin upp bofs og fór höktandi í gang. Ég var búinn að gefa henni of mikið benzín, en hún jafnaði sig bráðlega og gangurinn varð jafn. Götuljósin köstuðu daufri skímu á veginn og spegluðust í polli hér og þar. Óvíða sást Ijós í glugga. Kauptúnið var enn í fangi næturinnar, nema hótelið, þar sem ég hafði gist tveim nóttum lengur en ég ætlaði. — Það er ekkert að marka þessar veðurspár, hafði liótelstjórinn sagt. — Það getur vel orðið gott veður í allan dag, að minnsta kosti verður þú korninn suður af fyrir veðrabrigðin. Ég ók hægt inn aðalgötuna. Þetta var versti vegurinn á allri suðurleiðinni- Þegar kæmi inn fyrir þorpið, tæki við nýr vegarkafli. Idolurnar í götunum voru djúpar og Hkastar gígum eftir sprengjur. Sums staðar voru þær svo þéttriðnar að Hkast var að ekið væri í urð. Einhvers staðar innarlega í þorpinu átti hann að vera, þessi maður, sem heðið hafði um far með mér suður. Hann hafði komið í liótelið í gærkvöldi. meðan ég var úti, og hótelstjórinn sagt honum, að hann mætti eiga farið víst.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.