Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 76
170
GUÐMUNDUR JiÖÐVARSSON
andvari
um þá erfiSleika, sem heyrðu liðinni tíð.
Ber hvorttveggja til, að til þess er hun of
greind og hefur ekki til þess skap. Það
þurfti því engum að koma á óvart, sem
til hennar þekktu, þó hún talaði lítið og
ógjarna um þá óveðursnótt er hún lá úti
í Sandhólunum, og skilst manni þó að sú
nótt hefði verið ærin þrekraun vngri
manneskju og hraustari en henni. — En
um seinni nóttina scm hún lá þar úti,
nóttina með stjörnum og norðurljósum,
gegndi öðru máli. Sú nótt virtist henni
hugstæð og ógleymanleg. Og þrátt fyrir
það að manni gæti fundizt nokkur ástæða
að þá hefði hugsun hennar og athygli
beinzt að hennar eigin kringumstæðum,
þá virtist svo ekki vera, því hún þreyttist
ekki á því að dásama þá dýrð sem þá var
henni sýnd. Því var líkast stundum sem
hún talaði um þá nótt með brosi sællar
minningar, svo sem hefði hún gengið út
um sinnsakir aðeins, til þess eins að gleðja
augu sín við fegurð himinsins.
Kristín átti fyrir höndum langa legu.
Dvöl hennar í Stóra-Asi mun Iiafa orðið
um 17 vikur. En tíu vikur samfleytt lá
hún þar, rúmföst að mestu eða öllu. Og
þó hún, að þeim tíma liðnum, reyndi eftir
megni að hafa fótavist, þá var það þvílík-
um þrautum bundið, að sýnilegt var að
hér var einhver orsök, sem hamlaði eðli-
legum bata.
Við fluttum hana því til Akraness og
þaðan fór hún til Reykjavíkur, þar sem
loks fór fram fullnaðarrannsókn á meiðsl-
um hennar. Kom þá í ljós að hún hnfði
einnig mjaðmarbrotnað er hún ldaut bylt-
una í Sandhólunum á þorra þáliðins vetr-
ar. Því miður var nú allt um seinan, það
er verða mætti henni helzt bót á þessu
meini. Brotið bafði gróið skakkt og illa,
eða kannski réttara sagt, ekki gróið, en
svo var nú um þetta kárnað, að læknar
töldu þess enga von að við þessu mæt'.i
gera nema með stærri uppskurði en svo,
að á hana væri leggjandi, svo gamla konu.
Hennar hlutskipti varð því að vera far-
lama um öll ólifuð ár og hafa sér til
stuðnings hækjuna og stafinn, hvort held-
ur hún reyndi að bera sig um gólf eða
götu.
Til eru þeir foreldrar, sem ekki bcra
til þess gæfu að njóta stuðnings barna
sinna þegar á hefur bjátað. Geta til slíkra
atvika legið margar ástæður og óskyldar.
En Kristín átti því láni að fagna að eign-
ast sín börn, sem í engu brugðust henni
þegar henni mest lá við á gamals aldri:
Kjartan Bergmann, bróðursonur hennar,
sá cr hér var áður getið, og hans ágæta
kona, Idclga Kristinsdóttir, tóku hana til
sín strax er þau höfðu myndað sitt eigið
heimili, en jiað var skömmu cftir ])á at-
burði, sem hér er frá skýrt. Hjá þeim
hefur hún dvalið síðan og dvelur enn.
Ekki er of sagt að þau hafi verið hen.ni
sonur og dóttir.
Ég kann þakkir þeim er lagt hafa mer
liðsinni við að gera þennan þátt úr garði
og læt honum síðan lokið, -— þættinum
um konuna, sem sjötíu og níu ára gömul
lá úti á bersvæði lærbrotin og mjaðmar-
brotin, án skjóls og afdreps og að öllu
vanbúin og stundum í blindbyl og versta
veðri, nær fimm dægrum samfleytt, «
þorranum veturinn 1949,