Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 60
154
SVERRIR KRISTJÁNSSON
andvaM
grunaði einnig, að 1 ífskjör þau, sem Is-
land varð ]rá að bjóða börnum sínum,
mundu draga kjark úr þeim, sem vanizt
liöfðu fjölbreyttara og áhyggjulausara lífi
í Danmörku. Þess vegna telur hann kjark
i Jón bróður sinn í fyrsta bréfinu sem
hann skrifar honum eftir heimför hans,
22. september 1842: „En blessaður, góði
Jón, láttu nú ekki deyfð komast í þig og
afskiptaleysi um íslands efni, þó allar
tálmanirnar fyrir framförum þess verði
þér því ógurlegri sem þær standa þér nær
fyrir augum." Brynjólfi var veitt Skafta-
fellssýsla 1844, en samkvæmt vitnisburði
Jónasar Hallgrímssonar vinar bans varð
bann þcirri stundu fegnastur, er honum
gafst kostur á að losna við að fara, enda
var hann skömmu síðar gerður að fulltrúa
í rentukammerinu.
En þótt Brynjólfi Péturssyni yrði hlíft
við embættisbasli heima á Islandi, þá fór
því fjarri, að hann lifði áhyggjulausu lífi
í efnahagslegu tilliti. Oll þau ár, er bréf
fóru milli þeirra bræðra, Brynjólfs og
Jóns Péturssonar, kvartar Brynjólfur sáran
yfir féleysi og skuldum svo miklum, að
hann sjái ekki út úr þeim. Stundum veit
hann blátt áfram ekki sitt rjúkandi ráð
hvað til bragðs skuli taka til að friða
skuldheimtumennina. Fjárhagsvandræði
Brynjólfs voru honum ekki aðeins fjötur
um fót í einkalífi hans, heldur háðu þau
einnig pólitískum frama hans.
Konráð Gíslason sagði Birni M. Olsen
svo frá, þá orðinn gamall maður, að þeir
Brynjólfur hefðu á hinum fyrri Hafnar-
árum sínum haft þetta að orðtaki: „Nógir
eru andskotans peningarnir, ef ekki vant-
aði annað!“ En þessi hreystiyrði Fjölnis-
manna koma hvergi fyrir í bréfum Brynj-
ólfs til Jóns bróður síns. Þar linnir aldrei
á kveinstöfum út af skuldum og féleysi
og tilmælum um ný lán.
Á námsárum sínum mun Brynjólfur
Pétursson sízt hafa vcrið verr haldinn
með fé en aðrir stúdentar, en svo virðist
sem hann hafi á þessum árum safnað
miklum skuldum. Nám hans varð einnig
nokkuð lengra en almennt gcrðist, og við
það bættist, að hann mun hafa haft kostn-
að nokkurn af útgáfu Fjölnis. Þó mun
hitt hafa valdið mestu um fjárþröng hans,
að hann var svo ör á fé, að dæmalaust
var. Flestum stúdentum virðist hafa verið
greiðfær leið að pyngju hans, bæði mcðan
hann bar sjálfur léttan rnal og eins síðar,
er hann var orðinn hálaunaður embættis-
maður. En um það leyti, er hagur Brvnj'
ólfs var einna örðugastur, rofaði mikið
til. Sigurður hét maður, Jónsson og bjo
í Krossanesi í Skagafirði. Hann var hrepp'
stjdri og talinn auðugasti maður sinnar
sveitar. Hann liafði átt eina dóftur barna,
en misst hana unga. Tók hann þá i fóstur
Jón Hallsson, er síðar varð prestur 3
Miklabæ. Sigurður var mikill vinur Pet'
urs á Víðivöllum, föður Brynjólfs,
taldi fáa mcnn honum fremri. Brynjólfn'
naut góðs af þeirri virðingu, er hinn aldm
hreppstjóri bar fyrir föður hans, þvi aý
árið 1841 gerði Sigurður í Krossancsi
erfðaskrá sína og arfleiddi Irá Jó.n HalB
son og Brynjólf Pétursson að nálega ou'
um eignum sínum. Þótt þetta væri mikJ
huggun og léttir, gat Brynjólfur samt ekk1
lifað á arfsvoninni einni, svo sem þa vý’
komið högum hans. Árið 1842 andaðíst
séra Pétur, faðir Brynjólfs, og var þa
ráðið, að Þóra ekkja hans sæti í óskip111
búi. Brynjólfur þóttist þá þegar hafa fen?
ið svo mikið fé að heiman til náms
dvalar í Kaupmannahöfn, að hann þottlSt
ekki eiga neina kröfu til arfs. En um þett_1
leyti voru mikil tíðindi í vændum í stj0,n
málahögum íslands. Alþingi skvldí enc
urreist, cn kosningarréttur og kjörgen1’1
miðuð við 10 hundraða jarðeign e
20 hundraða lífsfestu. Bryniólfur víu
ist á þessum árum hafa ætlað ser fast
lega að gcrast alþingismaður, cn kan1