Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 62

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 62
156 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVAM jarðarhundruð, en Brynjólfur hafði enga samvizku af að smjúga möskva laganna, því þau eru í sjálfu sér hringlandi vit- laus, eins og hann kcmst að orði. Þegar Brynjólfur komst loks á kjörskrárnar var það orðið of seint til þess að hann gæti hugsað til þingmennsku. í bréfi 29. apríl 1844 minnist hann á þetta og sættir sig við orðinn hlut, en virðist dálítið særður vegna þess, en nokkru áður sagðist hann vera svo þóttafullur og sjállhælinn, að hann áliti það skaða fyrir landið, að hann fengi ekki sæti á þingi. Þegar hér var komið sögu hafði hann verið skipaður fulltrúi í rentukammerinu og hafði undir sér öll mál hinna dönsku stéttarþinga og síðar hins íslenzka alþingis. En Jón Pétursson brást ekki hróður sínum í fjárhagsvandræðum hans, þótt hann væri ekld fljótur á sér að hjálpa honum um réttindi til þingsetu. Hann útvegar Brynjólfi lán út á foreldraarf hans og lætur hann vera jafnan til arfs við hin systkinin, þótt hann hafi verið frekur til fjárins. Sigurður í Krossanesi virtist ætla að verða allra karla elztur, svo óvíst var, hvor mundi hinn grafa, en 1846 andaðist garnli maðurinn, og vænkaðist þá mjög hagur Brynjólfs. Dánarhúi Krossanesbóndans var skipt 14. ágúst 1847. Þegar frá hafði-verið skilinn hlutur útarfa og annar kostnaður, fengu aðal- erfingjarnir, Jón Hallsson og Brynjólfur Pétursson, 1500 rd. hvor, og var hundrað- ið metið á 26 rd. Ef miðað er við hundraðs- eða kýrverð á okkar dögum mun láta nærri, að arfurinn mundi nema um 150 þúsund krónurn. Raunar taldist Brynjólfi sjálfum þá til að hann skuldaði Jóni bróður sínum 1350 rd. fyrir lán, er hann hafði útvegað honum, og jarðcignir stóðu undir. Arfur sá, sem Brynjólfi tæmdist, rétti við fjárhag hans, svo að hann kornst aldrei síðan í slíkar kröggur, cr hann hafði átt við að búa undanfarandi ár, enda hækk- uð laun hans mjög, er hann var skipaður forstjóri íslenzku stjórnardeildarinnar. Fra áramótum 1849 voru laun hans 2.400 rd. á ári. í hinum fámenna hópi, sem stofnaði Fjölni, var Brynjólfur Pétursson mestur stjórnmálamaðurinn, og sá, sem gerir ser einna fyrstur grein fyrir íslenzkri stjórn- arskipan og samhandi Islands við Dan- mörku. Þegar alþingismálið komst á nokk- urn rekspöl 1840 vildi hann gera Fjölni og þá rnenn, sem að honum stóðu, að kjarna íslenzkrar þjóðmálabaráttu og leit- aði samvinnu við Jón Sigurðsson. Upp ur þeirri samvinnu slitnaði mjög fljótt, og þótt ekki sé með öllu ljóst, hvað því hef- ur valdið, að þeir Jón Sigurðsson og Brynjólfur gátu ekki unnið í sama flokki, þá virðist sem honum hafi þótt Jón of ráðríkur, en fann sjálfur allmikið til sm- í bréfi 19. maí 1844 vísar Brynjólfur ásök- unum Jóns Péturssonar á bug, en Jón var þá mikill fylgismaður nafna síns Sigurðs- sonar. Brynjólfur bar ekki á rnóti því, að Jón Sigurðsson væri góður flokksforingr Honum fannst hann gjöra of mikið til að vera flokksforingi. Hann vildi ekki una ofríki Jóns. Þó leitaði Brynjólfur sam- komulags við Jón Sigurðsson eftir hin fyrstu samvinnuslit árið 1840—41 ogbauð honum að sameina hin tvö þjóðmálarit íslcndinga, Fjölni og Ný félagsrit, en J()11 hafnaði boðinu, ,.afþví hann þykist þa ekki geta verið flokksforingi jafnt og að- ur,“ segir Brynjólfur í bréfi til Jóns broðm síns. Báðir munu þeir hafa rnetið hvor annan mikils, Brynjólfur og Jón Sigm'ðs' son, en heit vinátta varð aldrei með þeirm Þeir gátu gengið sömu braut að þvi e varðaði hinar almennu pólitísku úthnur, cn þá mun hafa greint á um bardag3' aðferðir. Brynjólfur hefur túlkað þennarj ágreining milli sín og Jóns í bréfi t) bróður síns 1843; „Það sé eg að verðm'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.