Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 42

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 42
136 ÖRNÓLFUR TIIORLACÍUS ANEVAffl ingar þeirra í Evrópu í lok síðustu ísaldar, í kjölfar langrar og tilbreytingalítillar menningar Neanderdalsmanna. Við verðum heldur að telja, að Homo sapiens hafi átt sjálfstæða þróunarbraut að baki, er hans verður fyrst vart á slóð- urn Neanderdalsmanna, meginlandi Evrópu, á ísöld. Þekking okkar á tilkomu mannsins í núverandi mynd, Homo sapiens, er enn öll í molum, enga örugga vitneskju að hafa. Fundizt hafa í Evrópu og víðar nokkur brot mannabeina, sem benda til, að menn í okkar mynd, eða náskyldar manngerðir, hafi verið til snemma á forn- steinöld. Þessjr beinafundir eru samt allir svo óvissir, að fátt verður af þeim ráðið með vissu. Hér skal getið um nokkra þessara vafagemlinga: Piltdownmaðurinn. Árið 1911 var í Piltdown á Suður-Englandi grafin upp hauskúpa úr malargryfju. Vegamenn brutu kúpuna í mola og báru ofan í veg. Charles Dawson, lögfræðingur og áhuga- maður um steingervingafræði, safnaði saman allmörgum brotum úr veginum. Malarlögin í Piltdown eru frá pleistósen, svo að þarna var auðsjáanlega um all- fornan mann að ræða. Erfitt var að raða brotunum saman, samt virtist auðséð, að maðurinn væri um margt furðulíkur nú- tímamanni, nema hvað beinin voru þykkri. Þetta hefði allt verið gott og blessað, ef Dawson hefði ekki grafið upp kjálka á sama stað, tveim árum seinna. Kjálkinn var svo apalegur, að harla ólík- legt virtist, að hann hefði setið á höfuð- kúpu, sem bar svip af höfði nútímamanns. Menn reyndu oft að skapa sár mynd af útliti Piltdownmannsins og velja honum stað í ættatölu manna, en hvorugt gckk vel. Einkum reyndist hið síðara æ örð- ugra eftir því, sem ættatalan fylltist. Franz Weidenreich, sem gróf eftir lcif- um frummanna í Kína og nefndur er hér að framan, hélt ákveðið fram, að Piltdownmaðurinn væri saman settur úr mannshaus og apakjálka, en ýmsir ann- markar voru taldir á þeirri skýringu, meðal annars eru engar leifar mannapa þekktar í Bretlandi frá pleistósen. Málið hlaut óvæntan endi árið 1954, er upp komst, að kjálkinn var falsaður. Efna- greining leiddi í ljós, að hauskúpan er forn, en kjálkinn af nútíma mannapa. Hann hafði verið litaður með járnsöltum til að gefa honum sama clliblæinn og hauskúpunni. Mennirnir frá Steinheim og Swans- combe. í Steinheim í Þýzkalandi og í Swanscombe í Englandi fundust brot úr höfuðkúpum frummanna 1933 og 1935—■ 1936. Margir telja þessar manntegundir skyldar. Bcin hvirfils og hnakka eru stcrk- leg og þykk, en um lögun svipaðri bein- um nútímamanna en Neanderdalsmanna. Mcira þekkjum við ekki til beina Swans- combemannsins, en mcð honum fundust í jarðlagi um sex hundruð steinverkfæri frá fyrri frumsteinöld. Eftir gerð þeirra að dæma er Swanscombemaðurinn að minnsta kosti 200 til 300 þúsund ára gamall, kannski hálfrar milljón ára. Nýtt brot úr hvirfli Swanscombemanns- ins fannst árið 1955. Af Steinheimmanninum er hluti and- litsins þekktur, auk hvirfils og hnakka. í andlitinu renna saman einkenni, sem þykja minna í senn á simpansa, Peking' mann, Neanderdalsmann og nútíina- mann. Hann er talinn svipaðs aldurs og Swanscombemaðurinn, eða frá miðju pleistósenskeiði. Því miður eru leifar þessara manna svo ófullkomnar, að allar hugmyndir okk- ar um útlit þeirra og líkamsgerð eru mjög óljósar. Galeiðuhólsmaðurinn. Árið 1888 fannst í Galley Hill nærri Swanscombe svo til heil heinagrind, um fátt cða ekkcrt l|íl'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.