Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 36
130
ÖRNÓLFUR TIIORLACÍUS
ANUVAIU
reynckist þær tennur og bein steingerðra
dýra af ýmsu tæi. Meðal drekatannanna
voru tennur forsögulegra apa og manna,
þar á meðal fundust skömmu fyrir heims-
styrjöldina síðari nokkrir jaxlar, líkir
jöxlum manns eða mannapa, en þrefalt
stærri en jaxlar nútímamanns. Von
Koenigswald, steingervingafræðingur, sem
fann jaxlana, gerði ráð fyrir, að eigandi
jaxlanna hefði verið einir fjórir metrar
á hæð, lcizt varlegast að telja hann apa
og gaf honum nafnið Gigantopithecus,
tröllapinn. Seinna fann von Koenigs-
wald í áföngum fleiri jötnatennur, brot
úr hauskúpu og kjálkabrot á Jövu, er
hann gróf þar eftir leifum frummanna.
Gerð þessara leifa benti til, að tröllin
hefðu frekar verið menn en apar, svo
að von Koenigswald skírði eigandann
Meganthropus paleojavanicus, tröll-
mennið frá Fornjövu.
Bein þessara jötna vöktu að vonum
nokkra athygli. Franz Wcidenreich,
bandarískur mannfræðingur af þýzkum
ættum, sem fékkst við rannsóknir kín-
verskra frummanna, setti frarn þá skoðun
árið 1944, að mannkynið væri af jötnum
komið. Kenning hans hlaut takmarkaðar
undirtektir með vísindamönnum, en al-
menningi þótti þetta að vonum hin
skemmtilegasta kenning. Myndablöð og
vikulrlöð kynntu lesendum sínum for-
feður þeirra, tröllin. Kannski var þá ein-
hver fótur fyrir jötnasögunum, sem til
eru í þjóðsögnum flestra þjóða? Voru
sagnirnar um kýklópa og títana milljón
ára arfsagnir, frá tröllum, sem lifað höfðu
á bernskuárum mannkyns?
Auðvitað var kenning Weidenreichs
ekki eins ótrúleg og blöðin gerðu hana.
Hann benti á, að oft verða dýr smávaxn-
ari við þróun, einkum eru mörg dæmi
þessarar dvergþróunar meðal húsdýra.
Má þar nefna ýmis kyn smálmsta og
smáhunda, dvergasna o. fl. Þróun manns-
ins hefur gerzt við skilyrði ekki ósvipuð
þróunarskilvrðum húsdýranna. Þess vegna
eru nútímamenn dvergar miðað við hina
fyrstu menn.
Ollu líklegri þykir samt önnur skýr-
ing á frændum okkar, jötnunum: að þeir
séu ekki upphaf, heldur endir þróunar-
brautar, ekki forfeður okkar, heldur fjar-
skyldir frændur, sem sérhæfzt hafi til
mikilla líkamsburða og dáið út. Við vit-
um fátt um, hvenær þessir jötnar hafa
lifað, né hve löng saga þeirra hefur
verið, cn ekki er ótrúlegt, að þeir hafi
orðið til, er tertíertími var á enda og ísölcl
hófst. Stór dýr halda betur á sér hita en
lítil, cnda þekkjum við mörg tröllvaxin
dýr frá ísöld, sem öll dóu fljótlega út,
er veÖráttan mildaðist. Frummennirnir
hefðu samkvæmt þessu átt að klofna í
tvo stofna, er ísöld rcið í garð, og hefði
annar stofninn vaxið að burðum en liinn
að viti.
Fyrst ætluðu menn tröllin 4—5 metra
að hæð, svo sem að framan greinir. Seinna
vöknuðu hjá mönnum nokkrar efasemdir
varðandi stærðina. Tennur frummanna
geta verið mjög misþroskaðar. Ef gert er
ráð fyrir, að kjálkar tröllanna og tennur
— en af þeim er lítið annað þekkt —
hafi verið óvcnjusterkleg, þarf ekki að
ætla eigendur þeirra nema tveggja til
þriggja metra háa.
í Afríku fundust skömmu fyrir heims-
styrjöldina síÖari leifar tröllmennis,
Meganthropus africanus. Stríðið seinkaði
nákvæmri rannsókn þessara leifa, en
nokkru eftir stríð varð ljóst, að Meganth-
ropus þessi yrði að teljast til hálfmanna.
En hálfmennirnir voru öllum frummönn-
um munnvíðari og tannsterkari, svo aö
jafnvel er hugsanlegt, að „jötnarnir" Ira
Asíu og Afríku, eða að minnsta kosti
sumir þeirra, hafi hreint ekki veriÖ stærn
en menn gerast, þeir hafi bara verið
óvenjumunnmiklir hálfmenn.