Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 55
andvari
FARARTÁLMI
149
— I lefurðu tekið eftir því, sagði hann, — að það er stytt upp og vind-
staðan virðist eitthvað vera að breytast?
— Kannski frostlinar hann aftur, en þá verða skaflarnir þungir, sagði ég.
— Við komumst einhvern veginn niður af heiðinni, ef hann hættir að
skafa, sagði hann og sneri sér frá glugganum. — Kertin eru að brenna út,
sagði hann, — það er langt liðið á vöku.
— Jólavöku.
— Já, jólavöku. Það birti yfir svip hans og hann hló við. — Við skulum
hita okkur kaffi aftur. Það er eitthvað eftir af kringlunum góðu, senr við
lundum í skápnum, sagði hann.
— Alveg rétt — ágætt, sagði ég og vatt mér fram af bálknum. Ég kveikti
a kertunum tveimur, sem eftir voru.
— Nú er fólkið niðri í hyggðinni að drekka jólakaffið með miirgu köku-
sortunum, sem það kemur ekki fyrir á borðinu og er því í stöðugum vandræðum
með einhvem kökudiskinn, vegna þess að annað kökuilát hefur verið látið í
hans stað, sagði ég.
Hann hellti vatni í kctilinn, lét kaffið út í og kom honum yfir eldinn.
Svo settist hann framan við eldstóna og horfði á flöktandi bjarmann frá henni
leika um gólffjalirnar.
— Sjáðu hvernig bjarminn leikur við kvistina og gerir þá lifandi, sagði
hann. — Fyrir framan eldinn sögðu ömmur okkar beztu sögumar.
— Býr hún ennþá á Hafnareyri? spurði ég.
- Já.
— Þá hefurðu liitt hana núna?
— Ég sá hana.
— Og þú hefur ætlað að vera þar um jólin?
— Það var barnaskapur. Ég vitjaði fyrirheita frá löngu liðnum jólum.
Það sauð á katlinum og hann náði í könnur okkar og hellti í þær. Svo
sótruðum við kaffið og átum kringlur með. Það logaði á nýjum kertum, og
þau mundu endast lengur en við vektum. Nú var alveg orðið þítt af gluggan-
Ulll» og út um hann sást í bláa skýjavök með skærum stjörnum, sem leiftruðu
^jörtu skini.
— Ég frétti í haust, að hún ætti í erfiðleikum, sagði hann, — maður
hennar væri orðinn áfengissjúklingur, ýmist heima og léti liana hafa fyrir sér
c'ða löngum tímum í strætinu fyrir sunnan. Ég hafði einmitt séð honum
bregða þar fy rir. Ég kom að sunnan í fyrradag.
— Og hittir ókunna konu?