Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 86
180
H. C. BRANNlill
ANDVARl
samböndum og nýrri merkingu. Það lög-
mál gildir um listina eins og um lífræna
þróun, um allt, sem lifir. Þar er um að
ræða háttbundin skipti rnilli ljóss og myrk-
urs, dags og nætur, sumars og vetrar, lífs
og dauða. Það er þetta lögmál, sem látið
er í ljós í þeirri setningu, að öll list sé
báð vissri hrynjandi. Þetta sjáum vér
glögglega hjá stórskáldi sem Shakespearc,
ekki aðeins vegna þess, að hann er oss
ljarlægur i tíma, hcldur fyrst og l’remst
vegna hæfileika snillingsins til þess að
vera sjálfum sér trúr og tjá sjálfan sig
með slíkri innfjálgi, að það setur ekki að-
eins listrænan svip á samtíð hans, en hef-
ur einnig gildi fyrir komandi tíma. En
þegar oss veitist erfitt að endurþekkja
þessa sörnu hrynjandi hjá núlifandi lista-
mönnum — og oft er jafnvel erfitt að
greina á milli listar og ekki-listar — þá
stafar það af því, að vér höfum ekki neina
glögga mynd af samtíð vorri. Það er ein-
rnitt hlutverk listamannanna að sýna oss,
hverjir vér erum og hvaða þýðingu líf
vo.rt hefur á þessum tirna, við þau lífs-
skilyrði, sem vér búum við. Það geta þeir
ekki gert með því að fara í læri hjá stór-
mcnnum liðinna alda, þvi að eins og ég
hef áður sagt, er engin aðferð til, engin
lögmál og engin reynsla, sem hefur skil-
yrðislaust gildi í heimi listarinnar. Hver
einstakur listamaður verður að lifa sínu
eigin lífi og tjá sitt eigið eðli á þessum
stað og þessari stund í gagnverkun við
samtíð sína og samferðamenn. Hann get-
ur ekki flúið á náðir fortíðar, sem skilin
cr rómantískum skilningi, og ekki heldur
til óræðrar framtíðar. Hann getur ekki
innlimað sjálfan sig í neinn sérflokk eða
sérstakt hugmyndakerfi, hversu freistandi
sem það væri. í hvert skipti sem hann
tjáir sig á listrænan hátt, verður hann að
reyna að nálgast manninn allan í sam-
bandi við allan veruleika nútímans, án
fyrirfram ákveðinna skoðana, án þess að
dylja neitt eða afneita neinu, án tillits til
þeirrar andstöðu, sem hann hlýtur óhjá-
kvæmilega að mæta úr öllum áttum. Og
enginn getur legið betur við höggi en sá,
sem hefur sett sér þetta listræna takmark.
En það tjáir ekki að afsaka sig með þvi,
að viðfangsefnið sé óviðráðanlegt. Það
dugar ckki heldur að kvarta undan skorti
á skilningi, og það gagnar minnst af öllu
að setja von sína til dóms framtíðarinnar.
Sú list, sem fullnægir ekki lífsnauðsyn-
legri þörf samtíðar sinnar, er ekki líkleg
til þess að hafa neina verulega þýðingu
fyrir komandi tíma.
En nú er mér sem ég sjái Marxistann
brosa út í annað munnvikið. Mér er það
fullkomlega ljóst, að hann hefur fyrir
löngu afneitað þessum hugleiðingum niín-
um og telur þær afturhaldsrómantík eða
borgaralega einstaklingshyggju eða hvað
hann nú vill kalla það á sínu pólifíska
tungumáli. Hann mundi segja sem svo;
l lvaða lífsnauðsynlega þörf er það, sem þu
ert að tala um? Listin, eins og þú skilur
hana — hin hreina list — hefur aidrei
þýtt annað en andlegan munað fyrir fáa
forréttmdamenn. Elún fullnægir yfirleitt
ekki neinni þörf hjá öllum almenningt.
ekki einu sinni í þínu eigin upplýsta lýð'
ræðislandi, hvað þá heldur hjá sveltandi
bókleysingjum, sem eru þó sem kunnugt
er að tölunni til meira en helmingur jarð-
arbúa. Og það er mergurinn málsins, það
er sú staðreynd, sem við verðum fyrst og
fremst að glima við. Ef við ekki brcytum
því ástandi — og það verður að gerast
skjótt, því að við lifum á kjarnorkuöld —
þá gengur iill menning fyrir ætterniS'
stapa, hvað sem allri list liður. Þess vegua
verðum við að einbeita öllum kröftum til
þess að korna sósíalismanum í frarn’
kvæmd, og þess vegna verðum við að
þjóðnýta listina, gera bana nothæfa og
augsýnilega, hún verður að þjóna þelin
pólitíska tilgangi að vekja múginn u