Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 84

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 84
II. C. ÍSltÁNNÉIi andvam Í 78 um, í víðara samhengi, sem leysir upp hin görnlu viðfangsefni, en setur ný vandamál í staðinn, ennþá óskiljanlegri, ennþá frjórri fyrir listina. Það er einmitt tilfinningin fyrir því, að lífið sé leyndar- dómur, sem er fyrsta uppspretta listbirt- ingar, jafnt í smáu sem stóru. Með öllu sínu lífi, öllu sínu eðli, með öllu því sem hann á af þekkingu og hugkvæmni, hugs- unurn, draumum og tilfinningum, verður listamaðurinn að reyna að nálgast sinn eiginn veruleika: þá heildarinnlífun, þann sannleika listarinnar, sem umvefur allt, er allt í öllu og skýrir alla hluti. Nú mætti yður finnast það meira en lítið mikillæti af umkomulitlum dönskum bókarhöfundi að kynna sjálfan sig og starf sitt með svo stórum orðum, rétt eins og ég afhenti yður nafnspjaldið mitt og titlaði sjálfan mig skáld. Þér hafið líka rétt til að hugsa sem svo, að orðin, sem ég viðhafði, séu óljós, tvíræð og óákveðin orð, sem segi of mikið, en merki of lítið. Eg skal verða fyrstur manna til að játa það. En ég á ekki betri orða völ, því að það liggur í hlutarins eðli, að listamaður- inn getur aldrei tjáð til fullnustu þá heildarinnlífun, sem svífur honum fyrir sjónir eins og leiftur á þeim augnablik- um, sem andinn kemur yfir hann, ef mér leyfist að segja svo. Hún er hæfileikum hans ofviða, hana er ekki hægt að túlka með þeim ófullkomnu tilfæringum og ófullnægjandi táknum, sem hann hefur til umráða í orðum, tónum, litum og formi. Samt sem áður getur hann eklci sætt sig við annað. Þessi óviðráðanlega tjáning er einmitt það, sein hvert einstakt viðfangsefni krefst af honum. Þetta verð- ur hann að reyna, svo framarlega sem árangur sá, sem hann lætur frá sér fara í fyllingu tímans, þótt ófullkominn sé og vanburða, á að innihalda svo mikið sem eitt korn af listrænum sannleika fyrir hann sjálfan. Hann verður alltaf að hafast við á yztu endimörkum hælileika sinna og getu, á sviði, þar sem engin lög og engin reynsla er í gildi, þar sem fyrri sigrar og ósigrar eru þýðingarlausir, þar sem hans tilviljanakenndu þekkingarslitur hafa þvi aðeins gildi, að þau þjóni heildinni, að frá þeim liggi tengilínur til allrar annarr- ar þekkingar á öllum öðrum sviðum til- verunnar. Segja má, að þetta séu harðir kostir og ekki við þá hlítandi. En sé hann ekki alltaf reiðubúinn að vilja það, sem ómögulegt er, þá er ekkert vit í starfsenu hans. Þá hefur hann engan rétt til að kalla sig listamann. Þessu getið þér andmælt á þann veg, að listamenn hafi oft sett sér einskorðuð markmið og leyst takmörkuð viðfangs- efni, þeim hafi tckizt að þjóna stjórnmála- stefnu eða trúarkenningu, að þeir hafi a liðnum öldum skapað fjölmargar lista- stefnur og skóla. En listamenn hafa aldrei getað innlimað sjálfa sig ákveðnum stjórn- málaskilningi án þess að bíða tjón á list sinni, og sjálfsagt er það ástæðan fyrn því, að þeir hafa alltaf reynzt ótryggir bandamenn í stjórnmálum. Það hefur líka komið í Ijós, að þeir hafa ekki reynzt dyggir þjónar neinnar trúarkenningar, nerna meðan hún var gædd lifandi inn- hlæstri, sem rúmaði allan dulardóm til- verunnar. Og nýjar stefnur hafa alltaf skapazt, þar sem tjáningarform listarinnar var orðið steinrunnið dauðum venjum, af því að mannshugmynd þeirrar tíðar samsvaraði ekki lengur veruleikanum- Margir listamenn hafa þá fundið nauð- syn þess að vinna saman að því að hrjóta niður hin görnlu l'orm og setja önn- ur í þeirra stað, sem betur samsvara veru- leikanum og hafa upp á fleiri möguleika að bjóða. Það er einmitt þetta, sem ver höfurn séð vera að gerast á undanförnum áratugum. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum að þeim rnörgu stefnum, sem ska]1 azt hafa í skyndi og tekið við hver af ann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.