Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 48
í 42
ÞÓRLEIFUR UJARNASON
ANDVAIU
Ég ók liægt á eitir honum, og það gekk vel íyrst. En íönnin varð meiri
og skaflarnir fleiri og dýpri. Það dró úr mætti vélarinnar, hún hökti og hikstaði.
Eg nam staðar. Aftur og aftur reyndi ég að láta hana þurrka sig, en það entist
skammt. Enn var alllangur spölur upp úr Giljunum.
Fylgdarmaður minn kom til mín, hélt á skóflunni í hægri hendi og stakk
henni niður, var fyrirferðarmikil ófreskja í hríðinni, þar til liann kom fast
til mín.
— Vélin er alveg að gefast upp, sagði ég. Væri ekki reynandi að komast
aftur niður eftir?
— Áttu þangað erindi altur? spurði hann.
— Erindi? Að koma okkur til manna.
— Ekki mér. Ég hef verið þar, sagði hann.
— Við mundum fá þar húsaskjól.
— Það er hægt að fá annars staðar.
— Hvergi öruggara en þar.
— Ég hef kvatt þar, sagði hann. — Og þangað, sem maður hefur kvatt,
kemur maður ekki strax aftur.
Hann settist inn í jeppann, tók tösku sína, leitaði í henni og fann þar
plastpoka.
— Við skulum reyna að koma þessu yfir kveikjuna, sagði hann.
Ég lyfti vélarhlífinni og hann smaug inn undir hana. — Undarlegt hvað
jafn bolþykkur maður komst af með lítið bil. Ég reyndi að þrýsta hlífinni eins
fast niður áveðra og unnt var, svo að hún skarst niður í bakið á honum. Hann
tók vasaklút sinn og þurrkaði kveikjuþræðina og lokið, svo kom hann plast-
pokanum fyrir. Hann var lengi að því. Loks rétti hann sig upp og við lokuð-
um hlífinni.
— Kannski hjálpar þetta eitthvað, sagði hann.
Stormurinn svarfaði um okkur í rokhviðunum og við vorum eins og lok-
aðir inni í hríðar- og skafmoldarmekki.
— Kannski ég hvífi þig, sagði hann og gekk að dyrunum ekilsmegin.
Ég tók skófluna og gekk á undan. Flér og þar hafði skafið af veginum,
svo að sást örla fyrir vegkanti, en á löngu svæði var engan veg að sjá. Nu
virtist vélin hafa náð meiri orku. Jeppinn var alltaf á hælum mér.
LIpp úr giljadrögunum var atlíðandi brekka. Búast mátti við vonduin
skalli neðst i henni, en sjálfsagt léttara færi, þegar olar drægi. Það reyndist
líka svo. Skaflinn í kvosinni var djúpur. Ég reyndi að moka ofan af honum
og troða hann. Gunnsteinn renndi jeppanum í hann, tók aftur á bak aftur
og aftur, sama hjakkið fram og til baka, og jeppinn þokaðist örstutt álram