Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 95

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 95
ANDVAIU SMÍÐI JÖKULSÁRBRÚAR Á SOLIIHIMASANDI 189 rumir 5 m á liæð frá undirstöðusteypu. l-’eir voru fleygmyndaðir í báða enda og 8engu að sér að ofan jafnt til enda og hliða um einn metra. Þannig gekk þetta dl með fimm fyrstu stöplana, en þegar koni að sjötta og sjöunda stöpli höfðum yið ekki undan að dæla og ausa, og var l’ó notuð nokkuð kraftmikil véldæla, rennslið jókst mjög mikið, enda vorum við nú að nálgast ána, því að áttundi og ruundi stöpull áttu að standa í henni. Hringdi ég þá til vegamálastjóra og tjáði honum þetta. Brá hann fljótt við og sendi ^' rniðflóttadælu. Samt fór í þetta á aðra viku þar til dælan var komin í gang. Meðan á þessu stóð fórurn við að grafa skurð í aurinn, byrjuðum niður í milli 1 jórða og fimmta stöpuls. Skurðurinn þurfti að ná upp að svonefndu Torfunefi, urr það var um 350 metrar. Skurðurinn Var 17 m breiður og 1,5 m á dýpt. Þegar dælan var tilbúin, fórum við að grafa ^yrir og steypa sjötta og sjöunda stöpul- lnn. Það gekk vel með þann sjötta, en þeim sjöunda komum við ekki neðar en 1 9,2 m, réðum ekki við vatnið, og gerð- um við þó allt, sem við gátum. Hringdi eg þá til vegamálastjóra og tjáði honum kvernig þetta stóð. Varð það úr að láta skeika að sköpuðu með þetta, enda okkur óviðráðanlegt. (Ég get þess hér, að árið 1932, að mig minnir, kom ofsahlaup í <lIra, seig þá þessi stöpull um 30 sm eða Pv* sem næst, og var þá steypt ofan á hann). Þegar lokið var við þessa stöpla, Var farið að vinna í skurðinum. Og jafn- Iramt var farið að grafa fyrir endastöplin- uui austan árinnar. Fyrir honum var lang- erfiðast að grafa, þó var ekkert vatn þar, Cn allur gröfturinn, efst sem neðst, var samanpressaður jökulleir, sams konar og ueðsta lagið undir hinum stöplunum. l3essi stöpull stóð inni í sandöldunni aust- au arinnar, og urðum við að byrja gröft- Ulu hærra en yfirborð stöpulsins átti að vera. Við gáfumst hreinlega upp, þegar við vorum komnir niður í rúma 3 m, enda höfðum við engin áhöld til að vinna á þessu. En svo í einu hlaupi, ekki man ég hvaða ár það var, seig hann allmikið. Áin lagðist að honum, og henni tókst gröftur- inn. Þegar við höfðum lokið við að steypa endastöpulinn, fóru allir að vinna við skurðinn, og minnir mig, að það tæki þrjár vikur að grafa hann, enda allur grafinn með skóflum og hökum, en upp- mokstur allur fluttur á hestvögnum á austurbakka hans, því aurnum hallaði öll- um austur. Við grófum okkur inn í ána, ofan við fyrirhugaða stíflu, sem setja átti í ána, til þess að veita henni úr farvegin- um, svo tök væru á að koma niður þeim tveim stöplum, sem þar áttu að koma. Megnið af vatninu rann sjálfkrafa í skurðinn. Og þá kom að því að setja stífl- una í ána. Það var ákveðið að hún vrði hlaðin úr sandpokum. Til þess höfðum við fengið 900 poka. Var það gert á þann hátt, að mokað var í pokana austan ár- innar, enda átti stíflan að hlaðast skáhallt undan straum. Pokarnir voru fluttir á hestvögnum út í ána að endanum á hleðsl- unni. Þar voru þeir menn sem hlóðu. Þetta var mikið kuldaverk, sérstaklega fyrir hestana. Mennirnir voru í stígvéluin og olíufötum og höfðu bundið um skálm- ar og mitti til þess að kalda vatnið rynni ekki eins inn á þá. Það varð að skipta um menn á hálftíma fresti, en hestarnir héldu ekki svo lengi út, enda alblautir upp á miðjar síður. Til þess að koma hita í þá var þeim sprettriðið austur á sandinn og svo gefið korn eins og við þorðum. Við lukum við stífluna þennan dag, sem var laugardagur, og nú stóð til að fara að grafa fyrir stöplunum næsta mánu- dag. En um nóttina kom hlaup í ána, og tók alla stífluna burtu. Nú varð enn að hringja til vegamálastjóra, og bað ég hann um ellefu hundruð poka. Hann sendi þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.