Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 68

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 68
162 GÚÐMUNDUR rödvarsson ANDVARI vöðum, eftir því sem hún hagar brotum sínum og framburði, en ótrygg jafnan og lítt fýsileg, enda varla farin á hestum, og sízt nú orðið, nema þá af þeim sem eiga erindi brýn eða eru við því búnir að hleypa til sunds ef svo vill verkast. Ferja hefur lengi verið á ánni hjá Bjarnastöðum, næsta bæ fyrir innan Kirkjuhól, og hafa þar um langan aldur legið samgöngur milli I Iálsasveitar og Hvítársíðu, þó oft hafi þar verið teflt á tæpasta vað og má sérstakt lán heita að þar skuli aldrei hafa slys orðið. Það var vegna þessarar gömlu vináttu milli foreldra minna og þeirra Sigmund- arstaðahjóna, að það varð að ráði haustið 1947 að Kristín flyttist að Kirkjuhóli, til okkar hjóna, sem þá höfðum búið þar í fimmtán ár, og dveldi hjá okkur yfir vet- urinn. Sumarið 1948 dvaldi hún svo í Hálsasveitinni til þess að vera sem næst sínum gömlu stöðvum. Haustið 1948 kom hún svo aftur til okkar, og við hlökkuðum öll til komu hennar. Léttlyndi hennar og óbilandi bjartsýni, umburðarlyndi henn- ar og skapgerð öll, gerði hverjum manni hlýtt og létt í návist hennar. Bærinn og túnið á Sigmundarstöðum og reyndar landareignin mest öll, blasir við úr húsgluggum á Kirkjubóli, handan árinnar, og man ég að minni gömlu vin- konu varð löngum tíðlitið þangað, •— og eigi leyndu augu að þeim stað unni hún um aðra fram. Að morgni mánudags hins sjöunda febrúar 1949 var stillt veður og frostvægt og mátti heita áttleysa. Snjór var nokkur á jörð og þó víðast dreginn af hávöðum en skaflar lausir og mjúkir. Áður sá snjór féll hafði fryst á blauta jörð og lágu því sumstaðar í leyni svellglottar undir mjall- ryki og skaflaröndum. Þó var ekki um að ræða þá launhálku að maður veitti henni sérstaka athygli. Kristín hafði haft þá um tíma hug á því að bregða sér suður fyrir Hvítá í heimsókn til sinna gömlu nágranna og vina á Refs- stöðum og í Stóra-Ási, en þeir bæir eru sitt til hvorrar handar frá Sigmundarstöð- um. Eru Refsstaðir næsti bær fyrir vest- an og örskammt á milli. Gerði hún ráð fyrir að koma við á Sigmundarstöðum og líta eftir fötum og öðru dóti sem hún atti þar, en þar var þann vetur enginn til eftirlits því né öðru, því enginn var pir til húsa í þann tíma. Ætlaði hún fyrst út að Refsstöðum en koma við í Stóra-Ási í heimleið og hringja til okkar þaðan, því beint símasamband er á milli Stóra-Áss og Kirkjubóls, en ekki milli Kirkjubóls og Refsstaða, milli þeirra bæja verður að fá samband um tvser stöðvar, Síðumúla og Reykholt. Þar sem veður var gott og færi særni' legt, eins og áður getur, þennan morg' unn, ákvað hún að nota tækifærið og bregða sér þessar bæjarleiðir, fara yfh Ilvítá á Bjarnastaðaferju, ganga þaðan greiðustu leið til Sigmundarstaða og síðan út að Refsstöðum. Hún gerði ráð fyrir aö verða nokkra daga að heiman. Kristín bjó sig þannig til ferðar að hnn var innst fata í ullarnærfötum heimaunn- um, svo sem hennar var alltaf vani, hun var í kjól úr sæmilega hlýju efni og ullar' peysu, þar utan yfir í kápu, þunnri, en nokkurn veginn vindheldri. Hún var 1 tvennum ullarsokkum og gúmstígvéhnn- Llöfuðbúnaður hennar var léttur skylu klútur og ullarsjal. Eina ullarvettling3 hafði hún á höndum. Á ellefta tímanum fyrir hádegi v,u Kristín ferðbúin. Hún var létt í skapi og hafði gamanyrði á hraðbergi svo sem huU var vön. Það er rétt að geta þess strax 3 lund hennar og einstaklingseðli var þanI1 veg háttað að hún talaði helzt ekki u,n það sem aðrir mundu hafa kallað henn1 mótdrægt. Aldrei á sinni löngu °g str^ sömu ævi virtist hún hafa lært þá hst d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.