Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 41

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 41
andvam UM UPPRUNA MANNA 135 fundizt austar en í Rússlandi, þó cr cin úauskúpa þekkt frá Vestur-Síberíu. Heili Neanderdalsmanna var af svip- aSri stærð og heili nútímamanna, en tals- vert óþroskaðri að gerð. Þeir hafa verið handleggjalangir, hjólbeinóttir og gengið álútir. Sumt í gerð hauskúpunnar, svo sem beinbrúnin yfir augunum, minnir á apamennina frá Asíu, enda er það til- gáta margra, að Neanderdalsmaðurinn sc kominn af Pithecanthropus eða apamönn- um, sem verið hafa honum nákomnir, eins og minnzt er á hér að framan. Neanderdalsmenn réðu ríkjum í Evrópu á síðasta hlýviðrisskeiði og á meginhluta síðustu ísaldar. Mcnning þeirra hófst fyrir á að gizka 150—200 þúsund árum og stóð þar til fyrir nálega 50 þúsund árum. Þeir lifðu í hellum og stunduðu veiðar. Hvorki vitum við til, að þeir hafi stundað landhúnað né haldið noin húsdýr. A tímum Neanderdalsmanna, mið- fornsteinöld eða mousteríska menningar- skeiðinu (kennt við Le Moustier, stað í Suður-Frakklandi, þar sem merkar leifar Neanderdalsmanna og menningar þeirra hafa fundizt), verða litlar breytingar lesnar úr jarðlögum á lifnaðarháttum mannveranna. Steinvopn Neanderdals- manna hafa telcið furðulitlum breyting- Um á hundrað þúsund ára valdaskeiði þeirra í Evrópu. Mikill hluti þess tíma Var ísöld, svo að eflaust hafa Neander- úalsinen n oft barizt harðri baráttu við óblíða náttúru. Kannski er þess ekki að 'mnta, að slík skilyrði skajii með mönn- um miklar uppfinningar? Þegar á líður Wúrmísöldina, fer að ýera á annarri menningu, fremri menn- Ulgu Neanderdalsmanna. Nýtt skeið steinaldar er hafið: síðari fornsteinöld. uromuðir þessarar menningar voru um ukamlegt atgervi ekki frábrugðnir nú- tímamönnum — þeir teljast til tegundar- innar Honio sapiens — hins viti borna manns — eins og við. Aðkomumennirnir gerðu hrátt kröfur til hella og veiðilanda heimamanna, og Neanderdalsmenn, sem haldið höfðu velli í ísöld og óáran, urðu að láta í minni pokann fyrir vitrari og þroskaðri kyn- bræðrum sínum. Þeir voru drepnir og stundum étnir og dóu loks út. Við vitum ekki gerla, hvort kynblönd- un hefur átt sér stað rnilli frumbyggjanna og innrásarmannanna — og þá ekki heldur, hve mikil hún hafi verið —, kannski hafa sigurvegararnir stundum tekið Neanderdalskonur herfangi, er þeir eyddu heimili þeirra. Upphaf niitímamanna. Þegar nokkur vitneskja var fengin um menningu og líkamsgerð Neanderdals- manna, voru flestir vísindamenn þeirrar skoðunar, að þróunarhraut mannkyns hefði verið hein — engar hliðargreinar eða víxlspor —, að Neanderdalsmaður- inn væri liður í beinni þróun manna, frumstæð manngerð, sem allt mannkyn rekti ættir til. Reynt var því að skýra hvern nýjan fund í ljósi þessarar skoð- unar: velja hinum nýfundna manni stað í langfeðgatali nútímamanna og Nean- derdalsmanna. Bein með frumstæðum einkennum voru talin leifar af forfeðrum Neander- dalsmanna, en þroskaðri frummenn taldir milliliðir. Smárn saman hlóðust þó upp staðreyndir, sem röskuðu þessari fal- legu mynd, beinafundir, sem torvelt var að koma fyrir í einfaldri, beinni ættar- tölu. Engin merki finnast um þróun Neanderdalsmanna í átt til nútímamanna, enda mundi slík þróun stinga mjög í stúf við þær staðreyndir, sem við þekkjum um öra úthreiðslu nútímamanna og menn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.