Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 66
160
GtlÐMUNDUR ROÐVAIiSSON
ANDVÁRI
kaupakona hjá séra Magnúsi Andréssyni
á Cilsbakka og einn vetur að auki. Áður
cn Kristín hóf búskap var hún í tvö ár í
húsmennsku á Kirkjubóli í Hvítársíðu,
hjá Böðvari Jónssyni og Kristínu jóns-
dóttur.
Kristín fór að húa á Sigmundarstöðum
í Idálsasveit 1904. Búskap hennar þar
lauk vorið 1933.
Um búskap þeirra hjóna á Sigmundar-
stöðurn er það að segja að hann var með
sérstökum ágætum um þrifnað allan og
alkomu. Jörðin er meðalstór og þckkasta
lrújörð. Þau tóku að vísu við henni úr
góðum höndum og þau gerðu hana að
góðbýli. Þau keyptu jörðina og lögðu í
hana lífsstarf sitt. Þeim féll aldrei verk
úr hendi. Og þó kreppur og óáran sæktu
stundum fast að á þessum árum, snjóa-
vetrar, frostavetrar og sú fræga kreppa
sem tröllreið löndum og lýðum eftir heims-
styrjöldina fyrri og lengi síðan, þá rösk-
uðu ekki þvílíkir hlutir hinum trausta
húskap Sigmundarstaðahjóna. Þar voru
jafnan gnægðir alls þcss er liafa þurfti,
handa mönnum og skepnum. Húsmóðir-
in var orðlögð rausnarkona hjúum sínum
og hverjum sem að garði bar og bæði
hjónin sérstaklega gestelsk. Heybirgðir
Guðmundar á Sigmundarstöðum voru
frægar víða um sveitir og talið að ekki
mundi hann þurfa að fækka á fóðrum
Jró úr félli eitt sumar til heyöflunar. Að
sama skapi var annáluð fóðrun hans og
hirðing á öllum búfénaði er hann hafði
undir höndum.
Það var sama hvar litazt var um á
heimili þeirra hjóna: snyrtimennska, þrifn-
aður og reglusemi ríkti þar bæði utan
húss og innan. Þau endurbyggðu hvert
hús jarðarinnar og bættu við nýjum. Nær
allar þær byggingar standa enn þann dag
í dag. Sléttun túns og útfærsla var með
því bezta sem þá gerðist og rækt í túm
Sigmundarstaða á búskaparárum þeirra
hjóna var slík að óvíða var bctri í upp'
sveitum Borgarfjarðar, enda byrjaði Guð-
mundur jafnan slátt með þeim fyrstu þar
fremra og oftlega á undan öðrum.
Það var engum undrunarefni þó þeim
hjónum lægi hlýhugur til Sigmundar-
staðanna. Til þeirrar jarðar höfðu þau
lagt af einhug orku sína alla, og hun
hafði sannað þeim það sem sagt hefur
verið um íslenzka mold: Það sem fyrir
hana er gert og vel gert, það borgar hun
hundraðfalt. — Þau hjón voru barnlaus,
og mér er ekki grunlaust um að nokkur
hluti þess ástríkis sem foreldrar venjulega
sýna börnum sínum hafi af hálfu þeirra
fallið í skaut þeirrar jarðar sem þau satu
og áttu, bættu og prýddu í nærfellt þrJa
tugi ára.
En snemma í desembermánuði vetur-
inn 1932 gerðist sá atburður er batt snögg'
an enda á það lífsstarf Jreirra, er þaU
höfðu innt af höndum á Jiessum stað sem
þeim var kærastur allra. Guðmundur
bóndi Sigurðsson var að fylgja til dyra
gesti sínum, Kolbeini bónda í Stóra-Asu
er hann hneig skyndilega niður meðvit
undarlaus. Hann var borinn til rekkju og
andaðist þar nokkrum augnablikum siðar-
Banamein hans var hjartabilun. Féll þar
einn úr sveit þcirra landnámsmanna, er
varið hafa kröftum sínum öllum fram ti
hinztu stundar, til þess að gera þetta lan
betra og byggilegra en það áður var °8
lífsbaráttuna léttari þcim, sem lanU'
skulu erfa, heldur en hún var þeim sJa
um. . r ð-
Bróðursonur Kristínar, ekkju Gu
mundar heitins, Kjartan Bergmann Gu
jónsson frá Flóðatanga, tók við búi á Sig
mundarstöðum vorið 1933 og keypti jör
ina litlu síðar af frænku sinni. Hóf hai1*1
þegar framkvæmdir á jörðinni í tunrat