Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 70

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 70
164 GUOMUNDUR liÖÐVARSSON andvari örskammt milli élja. Þokukennd snjó- mugga var í loftinu og létti aldrei það til meðan dagsbirtu naut að skyggni væri að nokkru ráði. Seint um kvöldið gekk þó veðrið niður og heiddi af. Þá nótt sem í hönd fór var stillt veður og stjörnuhjart, nokkurt frost að vísu og svo sem að líkum lætur snjór á jörð, en þó ekki ýkjamikill, því hvass vestanvindurinn hafði jafnóð- um rifið hann af hávöðum og berangri. Að morgni miðvikudagsins Iiélzt enn það sem Borgfirðingar kalla veðurleifar, það er að segja: gott veður eftir illviðris- íhlaup. Lygnt var en frjósandi og naut sólar að mestu þann stutta tíma sem hún var á lofti. Eg var snemma á fótum um morgun- inn og lauk morgunverkuin í fjósi og fjár- húsum í fyrra lagi, því granni minn, Jón Pálsson bóndi á Bjarnastöðum, ætlaði að baða fé sitt þann dag, úr því veður var gott, en við hjálpuðurn jafnan hvor öðrum við slík verk. Höfðum við lokið böðun- inni klukkan tæplega fjögur og hélt ég nokkru síðar heimleiðis. Þá var enn hið sama kyrra veður, sól hinna stuttu daga gengin til viðar, en rnátti þó heita full- bjart. Sýnilegt var að enn mundi draga til útsynnings og umhleypinga og ekki ósennilegt að upp úr dagsetrinu tæki að drífa á ný. Klukkan var einhverstaðar seint á fimmta tímanum og rökkrið í hönd farandi. Sem ég geklc út melaköstin milli Bjarna- staða og Kirkjubóls, veitti ég því athygli að mér voru öðru hvoru að berast til eyrna ógreinileg hljóð úr áttinni til árinnar, sem rennur þarna til vinstri handar þeim er þessa leið fer. Ég tek svo til orða um þetta, af því ég er þess fullviss að ég var búinn að heyra þessi hljóð nokkrum sinn- urn áður en ég áttaði mig á því að hvorki var þetta fjármanns-hó fyrir sunnan ána né fuglahljóð frá ánni. Ég staldraði því við, beið átekta til að vita hvort þetta endurtæki sig og beitti athyglinni sem bezt ég gat. Það endurtók sig og ég gat greint að það kom handan árinnar. Að það var mannsrödd fór ekki á milli mála. En mér virtist það koma úr miklu meiri fjarlægð heldur en síðar reyndist. Þetta var ekki hó, það var ekki heldur orðið hjálp, sem jafnan sker úr ef það berst manni til eyrna. Stundum virtist þetta vera alllöng setning sem kölluð var og hreimurinn einna líkastur og í rödd barns, sem kvartar um eitthvað en grætur ekki. Eins og nærri má geta rýndi ég sem fast- ast til þeirrar áttar sem hljóðið barst úr, um leið og ég hlustaði. Þar kom að ég þóttist geta greint dökldeita þúst, sem ég ekki kannaðist við að þarna ætti að vera, skammt frá veginum sunnan árinnar. Og þó mér heyrðist jafnan, að hljóðið, sem ég heyrði nú alltaf öðru hvoru eftir að at- hygli mín var vakin, kæmi lengra að en um þá vegalengd sem var á milli mín og þessarar þústar er ég þóttist greina, þá var hreimi þessarar raddar úr fjarlægð þann veg farið að að mér setti allt í einu beyg og illan grun um að hér væri ekki allt með felldu. Ég hraðaði því för minni heim, fór beint í símann og hringdi suð- ur að Stóra-Ási. Sagði ég þeim er í símann kom hvað fyrir mig hafði borið og þurfti ég þá ekki þess að biðja að um þetta væri grennslazt, því skjótt var við brugðið. Fórum við hjónin út, til þess að reyna að fylgjast með því hvað hér væri um að ræða, því enn var þá svo bjart að sjá mátti til mannaferða sunnanmegin árinnar. Bæði þóttumst við geta greint þústina, þó miklu væri hún ógreinilegri að sja heiman að en þaðan er ég sá hana fyrst, og engin líkindi til að hún vekti athygh manns, að heiman séð, nema um hana væri vitað fyrirfram, enda tók nú að bregða birtunni. Við sáum að maður gekk hratt vestur úr túninu í Stóra-Ási og okkur virtist hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.