Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 39
andvart
UM UPPRUNA MANNA
133
heiti, aðeins meS hliSsjón af nokkrum
fönnum. En árið 1929 fannst hauskúpa
Pekingmanns, og síSan ýmsar fleiri leifar
hans, einkum þó hrot höfuðbeina. Pek-
ingmaðurinn var um líkamsgerð nauða-
líkur Jövumanninum: meS stóra beinhrún
yfir augum og lágt enni, langt höfuS og
hökulaus eins og api. Heilinn var svip-
aSrar gerðar, en aðeins stærri, kringum
1000 sm3 að meðaltali í stað 900 hjá
Jövumanninum. Margir hallast að því,
að stærðarmunurinn stafi af því, að Jövu-
niannahöfuðin, sem notuð voru við heila-
mælingarnar, hafi verið af konum, en
heilastærð Pekingmanna sé ákvörðuð
eftir beinum beggja kynja. Konur frum-
stæðra manntegunda hafa oft töluvert
minna heilabú en lcarlar.
Af gerð heilans geta menn sér þess til,
aS apamennirnir frá Jövu og Kína hafi
att einhvern vísi til tungumáls.
Munurinn á líkamsgerð Jövumanns og
Pekingmanns er ekki meiri en svo, að
visindamenn vilja nú telja þá báða teg-
undir sömu ættkvíslar, Pithecanthro'pus.
Sumum þykir réttast að telja þá til sömu
tegundar.
Erfitt er að skera úr því, hvort þessir
frumstæðu apamenn, sem lifðu í SuS-
austur-Asíu um eða fyrir miðbik ísaldar
1 Evrópu, séu forfeður okkar, eða kannski
hliðargrein, sprottin út úr stofninum, sem
v>h erum komnir af. Líklegt verður þó
ah telja, að apamennirnir séu forfeður
eha nákomnir forfeðrum annars útdauðs
hyns manna — Neanderdalsmannanna.
Frumbyggjar Evrópu.
Fyrri hluti kvartertímahilsins, pleistó-
senskeiðið, var skeið ísalda. Þá íögðust
stor svæði jarðar fjórum sinnum undir
ls- Þegar ísbreiðan náði lengst, voru
Norður-Evrópa og Alparnir undir jöldi,
einnig Norður-Síhería og mikill hluti
Norður-Ameríku. Hver þessara fjögurra
ísalda stóS yfir um fimmtíu þúsund ár,
þó var hin síðasta lengst, eða nærri
hundrað þúsund ár. Milli ísaldanna voru
svo hlýviðrisskeið álíka löng og ísaldirnar.
Þá var loftslag ámóta og nú.
Frá fyrri hluta ísaldar hafa fundizt
frumstæð steinvopn — mestmegnis úr
tinnu — í Evrópu og Asíu. Llin elztu
þessara verkfæra eru svo frumstæð, að
vafi leikur oft á, hvort þau séu gerð af
mannahöndum eða meitluð af völdum
náttúrunnar — af veSrun eða frostspreng-
ingum. Þetta þróunarskeiS mannsins cr
kallað forsteinöld.
Þegar nálgast miðjan pleistósentíma,
leikur enginn vafi lengur á, að verkfærin
eru gerð af mannahöndum. Þetta skeið
í sögu mannsins, hið elzta, sem við get-
um þekkt með vissu af verkum hans, er
kallað fyrri fornsteinöld.
Við vitum fátt um rnenn þá, sem lifað
hafa í Evrópu á forsteinöld og fyrri forn-
steinöld. Stöku mannabein hafa fundizt,
sem ætlað er, að séu frá þessum tímum
jarðsögunnar, en bæði er tímaákvörðun
þeirra oft mjög ónákvæm og auk þess eru
beinin svo fá og ófullkomin, aS þau gefa
enga heildarmynd af elztu skeiðum evr-
ópskrar menningar.
Síðar verður minnzt á Swanscombe- og
Steinheimmennina, sem taldir hafa veriÖ
frá miðju pleistósenskeiði. Menning apa-
mannanna í Asíu er sambærileg að aldri
og ástandi verkfæra við fyrri fornstein-
öld í Evrópu.
AriS 1905 fannst nærri þýzku háskóla-
horginni Heidelberg mannskjálki í sand-
námu. Kjálkinn er talinn nálega hálfrar
milljón ára gamall, frá fyrsta hlýviðris-
skeiði pleistósentíma, með öðrum orðum
frá fyrri fornsteinöld. Tennurnar líkjast
helzt tönnum nútímamanns, en kjálkinn
er miklu stærri og grófgerðari en kjálki
nokkurs lifandi manns. Otto Schoeten-
sack, líffærafræðingur og prófessor við