Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 8

Andvari - 01.01.1987, Page 8
6 INGVAR GÍSLASON ANDVARI sem hann öðlaðist. Hins vegar átti hann sér þann metnað að neyta hæfileika sinna og láta þá verða að gagni, og hann lá hvergi á liði sínu þar sem hann tók til hendi, enda fundu menn að það munaði um handtök hans. Af því var sprottið traust manna á honum og þess vegna valdist hann til forystu. Ólafur Jóhannesson tróð sér aldrei fram, hann var borinn fram. Ætt og uppruni Ólafur Davíðs (svo hét hann fullu nafni) Jóhannesson var fæddur 1. mars 1913 að Stór-Holti í Austur-Rjótum í Skagafjarðarsýslu. Þótt óskyldur væri, var hann látinn heita eftir Ólafi Davíðssyni náttúru- fræðingi og þjóðsagnasafnara, og taldi faðir hans að hann hefði vitjað nafns. Á æskuárum mun Ólafur hafa ritað nafn sitt: Ólafur D. Jóhann- esson, en fannst það síðar fordildarlegt og hætti því. Var honum þó síst vansæmd að því að vera heitinn eftir Ólafi Davíðssyni, svo merkur rithöfundur og fræðimaður sem hann var. Foreldrar Ólafs voru hjónin Jóhannes Friðbjarnarson og Kristrún Jónsdóttir. Var faðir hans Eyfirðingur að ætt, fæddur að Ysta-Gerði í Saurbæjarhreppi, en alinn upp í Öxnadal að miklu leyti, gagnfræðingur frá Möðruvöllum, fluttist ungur vestur í Fljót og átti þar heima æ síðan. Hann varð háaldraður maður, fæddur 22. júlí 1874 og andaðist 1966. Kristrún, móðir Ólafs, var Fljótamaður að fæðingu, f. 6. jan. 1881, dóttir hjónanna Jóns Sigurðssonar og Guðfinnu Gunnlaugsdóttur, sem lengst bjuggu á 111- ugastöðum í Austur-Fljótum. Kristrún náði einnig háum aldri, andað- ist árið 1964, 83ja ára gömul. Þótt hér verði ekki raktar ættir Ólafs Jóhannessonar né ítarlega greint frá langfeðgum hans og ættmennum, þá er þess að geta að að honum stóðu norðlenskar bændaættir, ekki að litlu leyti eyfirskar og að hluta þingeyskar, þótt Ólafur væri Fljótamaður að fæðingu og uppeldi. Jóhannes Friðbjarnarson var af Hvassafellsætt í Eyjafirði, f jórði mað- ur frá Jónasi í Hvassafelli, móðurföður Jónasar skálds Hallgrímssonar. Voru þeir systrasynir Benedikt Benediktsson í Hvassafelli, langafi Ólafs, og Jónas Hallgrímsson, Benedikt sonur Guðrúnar Jónasdóttur, en Jónas sonur Rannveigar Jónasdóttur. Kristrún, móðir Ólafs, var á hinn bóginn náskyld Jakobi Hálfdanarsyni og Benedikt á Auðnum, því að Sigurður, föðurfaðir hennar, var Jóakimsson, bróðir Hálfdanar á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.