Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 10

Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 10
8 INGVAR GÍSLASON ANDVARI Brenniási og víðar, föður Jakobs, og Jóns Jóakimssonar á Þverá, föður Benedikts á Auðnum. Sigurður Jóakimsson, langafi Ólafs, bjó á Vatnsenda í Eyjafirði, og þar var afi Ólafs, Jón á Illugastöðum, fæddur 1854, þótt hann bærist norður í Fljót og byggi þar og yrði þar sveitar- höfðingi. Guðfinna, móðurmóðir Ólafs, kona Jóns á Illugastöðum, var dóttir Gunnlaugs Magnússonar og Guðrúnar Jónsdóttur, búandi hjóna í Garði í Ólafsfirði, af „þrekmiklu dugnaðarfólki“, svo notuð séu orð Kristins Pálssonar, sem ritað hefur þátt um Jón á Illugastöðum og Guðfinnu konu hans í Skagfirskar æviskrár. Má ljóst vera að Ólafur Jóhannesson átti til góðra að telja. Foreldrar Ólafs þótti fyrirmyndarfólk í hvívetna. Jóhannes Frið- bjarnarson var lengi barnakennari í Austur-Fljótum, en stundaði auk þess búskap, ævinlega sem leiguliði og skipti alloft um jarðnæði, en bú hans aldrei stórt fremur en yfirleitt gerðist í Fljótum á þeirri tíð. Hann var eigi að síður vel bjargálna maður og naut trausts sveitunga sinna, gegndi á þeirra vegum mikilvægum trúnaðarstörfum, var m.a. hrepps- nefndaroddviti um árabil og tók við því starfi af Jóni tengdaföður sínum. Hins vegar var enginn auður í garði þeirra hjóna og umsvifum þeirra takmörk sett. Fékk Ólafur Jóhannesson að kynnast því sem barn og unglingur að lífsbaráttan var hörð, ekki endilega á sínu eigin heimili miðað við það sem annars staðar var í sveitinni, þar sem ómegð var meiri og búin jafnvel enn minni. Fljótamenn sóttu þó einnig til sjávar, því að þeir voru m.a. kunnir hákarlaveiðimenn meðan sú atvinna gaf nokkuð í aðra hönd, enda allt bjargræði nýtt eins og það gafst. Ekki gat talist ómegð á heimili þeirra Kristrúnar og Jóhannesar, því að börnin voru aðeins tvö, Ólafur og Sigríður, sem var fimm árum eldri, og ein fósturdóttir, frænka Kristrúnar, sem þar ólst upp. Sigríður Jóhannes- dóttir giftist Jóni Arngrímssyni og bjuggu þau á Brúnastöðum í Fljótum, og þar býr nú sonur þeirra, Ríkarður Jónsson. Lengi átti Ólafur Jóhannesson sumarbústað á Brúnastöðum, dvaldist þar á sumrum með konu sinni og börnum og hélt þannig tengslum við æskusveit sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.