Andvari - 01.01.1987, Síða 22
20
INGVAR GfSLASON
ANDVARI
mörkum stjórnlagafræðinni til eflingar. Og Gunnar Thoroddsen var
fyrirrennari Ólafs sem kennari í stjórnlagafræði um sjö ára skeið, og
hlaut áhrifa hans einnig að gæta í greininni.
Ólafur Jóhannesson kom því ekki að óplægðum akri, þegar hann tók
að kenna stjórnlagafræði eða rita um hana greinar og bækur. í því efni
naut hann verka fyrirrennara sinna og þeirrar hefðar, sem ríkti í
lagadeildinni á þessu fræðasviði. Hans verk varð eigi að síður afar
mikilvægt, ekki einasta að viðhalda hefðinni og halda í horfinu, heldur
miklu fremur að auka við það, sem fyrirrennarar hans höfðu gert, og
semja m.a. yfirgripsmeiri og aðgengilegri rit en þeim auðnaðist. Rit
hans Stjórnskipun íslands (1960) var tímamótaverk að því ógleymdu
hversu tímabært það var og mikils virði frá hagnýtu sjónarmiði lög-
fræðingum og laganemum sem nútímaleg fræðibók og handhæg
kennslubók.
Dr. Ármann Snævarr segir um Stjórnskipun Islands m.a.:
Samanburður á efnissviði [eldri] rita leiðir í ljós, að ýmislegt af því, sem eldri
ritin f jölluðu um, var orðið úrelt og óraunhæft, þegar hér var komið þjóðfélags-
og lagaþróun, en margt nýtt komið til, þ. á m. vegna breytinga á stjómhögum
ríkisins með stofnun lýðveldis og mörgu, sem af því leiddi í lagaefnum, svo og
vegna breytinga á stjómarskrá að öðm leyti og margvíslegra lagabreytinga
annarra. Hér má t.d. minna á þróun réttarreglna um landhelgi og landgmnn,
nýja löggjöf um ríkisfang, breytta löggjöf um kosningar til Alþingis og um
ýmislegt annað, er þá stofnun varðaði, svo og ríkisstjóm og ýmsar opinberar
stofnanir, auk þess sem fjölmargir dómar höfðu gengið um málefni, er lúta
stjómlagafræði. Var því hið mesta nauðsynjaverk að semja heildarrit um þetta
mikilvæga lagasvið.
Þór Vilhjálmsson hefur þetta að segja um Stjórnskipun íslands:
Stjórnskipun íslands hefur nú í nær aldarfjórðung verið hið almenna
kennslurit og handbók um mikilvægt svið íslenskrar lögfræði, sem oft tengist
stjómmálunum og deilum um þau efni. Engan hef ég til þessa heyrt halda því
fram, að Ólafur hafi, þrátt fyrir stjómmálaafskipti allt frá æskuámm, látið þau
hafa áhrif á fræðileg viðhorf sín og niðurstöður, sem hann setur fram í bók sinni.
Myndi slík gagnrýni og, ef fram kæmi, vera ómakleg. Bókin er traust rit, byggt á
gömlum og góðum gmnni, enda hefur hún reynst stúdentum, lögfræðingum og
öllum, sem áhuga hafa á íslenskum ríkisréttarreglum, ömgg heimild.
Ummæli Þórs Vilhjálmssonar og Ármanns Snævars um Stjórnskipun
íslands, þetta annað aðalritverk Ólafs Jóhannessonar, leiða í ljós að
hann hefur unnið hið merkasta starf á sviði stjórnlagafræðinnar, við-