Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1987, Side 32

Andvari - 01.01.1987, Side 32
30 INGVAR GÍSLASON ANOVARl stjórnartímabili, m.a. með þeirri áherslu sem lögð var á ,,hringveginn“ sem svo hefur verið nefndur. Þá var lokið brúargerð á Skeiðará, miklu tímamótaverki í samgöngumálum hér á landi. Landhelgismálið Þeir flokkar sem stóðu að hinni fyrri ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar voru á einu máli um það að landhelgismálið, sú stefna að færa land- helgina út í 50 sjómílur í næsta áfanga, væri forgangsmál, sem fylgja yrði fast eftir. Enda fór svo að þetta stórmál sem það var í hugum allra Islendinga varð fyrirferðarmest allra þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hafði á stefnuskrá sinni og átti eftir að gera ísland frægt og umtalað víða um heim. Þetta mál mæddi að sjálfsögðu á allri ríkisstjórninni. Sjávarútvegsráðherra, Lúðvík Jósepsson, fór með það vald að gefa út reglugerð um útfærsluna og átti ómetanlegan hlut í stefnumótun í landhelgismálinu af hálfu síns stjórnmálaflokks. Hins vegar kom það mest til kasta Einars Ágústssonar utanríkisráðherra og Ólafs Jóhann- essonar forsætis- og dómsmálaráðherra að annast framkvæmd stefn- unnar, fyrst og fremst gerð milliríkjasamninga sem leiddi af þessari ákvörðun og kynningu málsins og málsvörn út á við, að ekki sé minnst á yfirstjórn landhelgisgæslunnar, sem heyrði undir dómsmálaráðherra. Útfærsla landhelginnar í 50 sjómílur 1972 leiddi til endurnýjaðrar og harðvítugrar deilu við Breta og varð hin mesta þolraun fyrir land- helgisgæsluna, sem eigi að síður gegndi skyldu sinni af kostgæfni og mikilli hugprýði. Án þeirrar mikilvægu forgöngu, sem ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1971-1974 hafði í landhelgismálinu er augljóst að lengra hefði liðið en raun ber vitni að náð yrði viðunandi lokaáfanga í málinu, þeirri stöðu mála sem nú er. Þegar þessar línur eru festar á blað í upphafi árs 1987 búa íslending- ar við þann rétt, sem staðfestur hefur verið sem alþjóðalög og viður- kenndur með milliríkjasamningum að auðlindalögsaga íslands sé 200 sjómílur. En hversu lengi hefur slík skipan staðið? Þegar þetta er ritað vantar enn nokkra mánuði í 11 ár síðan utanríkisráðherra íslands, Einar Ágústsson, undirritaði f.h. íslensku ríkisstjórnarinnar sam- komulag við ríkisstjórn Stóra-Bretlands um lausn harðvítugrar og langvinnrar deilu um landhelgismál. Með því samkomulagi (2. júní 1976) var núverandi skipan landhelgismála komið á.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.