Andvari - 01.01.1987, Page 49
ANDVARI
ÓLAFUR JÓHANNESSON
47
Lokaorð
I þessari ritgerð hefur verið reynt að segja í stórum dráttum frá ævi
og störfum Ólafs Jóhannessonar. Slíkt yfirlit getur naumast orðið
tæmandi, enda skorinn stakkur, og það því fremur sem Ólafur Jóhann-
esson lifði mjög viðburðaríka ævi og merkilegt aldarskeið í íslands-
sögu.
Það sem hér hefur verið greint frá og varðar störf Ólafs Jóhannes-
sonar eru stiklur einar og atvik hvergi rakin til hlítar. í sumum tilvikum
má jafnvel segja að frásögnin sé of stutt. Æskilegt hefði t.d. verið að í
þessari ritgerð fyndist ítarlegri greinargerð um einstök þingmál og
löggjafarstörf þar sem áhrifa hans gætti öðrum fremur. í því sambandi
skal þó vísað til ritgerðar eftir Eirík Tómasson hæstaréttarlögmann í
Olafsbók. Sú ritgerð leiðir ekki síst í ljós hversu athafnasamur Ólafur
var sem dómsmálaráðherra og fékk mörgu til leiðar komið í réttar-
farsmálum. Verður ekki hikað við að halda því fram hér að Ólafur hafi
verið í hópi hinna mikilvirkustu meðal dómsmálaráðherra og farsæll í
því starfi.
Ólafur sýndi mikinn vilja til þess að ná fram breytingum á dóm-
stólaskipan landsins og vinna Alþingi til fylgis við þá stefnu að aðskilja
dómsvald og framkvæmdavald, greina m.a. skýrt á milli dómsstarfa og
lögreglustjórnar og almennra umboðsstarfa sýslumanna. í ritgerð sinni
segir Eiríkur Tómasson m.a.:
Víst er um það, að fyrir tilverknað Ólafs hafa verið gerðar veigamiklar og
löngu tímabærar endurbætur á þessu mikilvæga réttarsviði, þótt ekki hafi
breytingarnar orðið eins gagngerar og hann ætlaðist til.
Það sem einkum skorti á, að Ólafur fengi framgengt því sem hann
stefndi að í réttarfarsmálum, var aukinn aðskilnaður dómsvalds og
framkvæmdavalds. Hið sanna er að Alþingi sýndi því máli ekki áhuga á
þeirri tíð sem vert hefði verið. Hið svokallaða lögréttufrumvarp, sem
Olafur lét sérfræðinganefnd um að undirbúa og hann bar fram oftar en
einu sinni og eftirmenn hans eftir hans dag, náði aldrei samþykki
Alþingis. Hins vegar varð frumvarp hans um rannsóknarlögreglu
nkisins að lögum, mikilvægt umbótamál. Einnig varð að lögum
frumvarp, sem Ólafur bar fram sem dómsmálaráðherra, um skipan
dómsvalds í héraði, „en með þeim voru sett á stofn embætti sjálfstæðra