Andvari - 01.01.1987, Síða 60
58
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
persóna ónefnd svipbrigði, hreyfingar, bendingar og ýmiskonar táknmál
annað sem gefið er í skyn. Allt þetta táknmál tengist orðræðunni og ljær
henni leikhæfi. Að baki leiktextanum býr því samfelldur ,,gestískur“ undir-
texti.14
Leiktexta verður þá jafnframt að þýða með hliðsjón af þessum undirtexta
og skiptir þá engu hvort þýtt er beint fyrir sviðsflutning eða með prentaða
útgáfu fyrir augum. Sé það rétt hjá Helga Hálfdanarsyni að þýðingar frum-
herjanna í íslenskun Shakespeares, Steingríms Thorsteinssonar og Matthías-
ar Jochumssonar, henti ,,enn betur lestri en leik,“15 þá þýðir það jafnframt,
samkvæmt mínum skilningi, að verkin hafi ekki verið þýdd með raunveru-
legan leikritalestur í huga heldur annars konar bókmenntareynslu lesenda.
Raunar voru íslenskir lesendur þeirra tíma nánast ósnortnir af þeirri
leikhúsreynslu sem mótar leikritalestur okkar í dag, þannig að ekki þarf að
koma á óvart að þessir þýðendur hafi ekki tekið verulegt tillit til leikhæfi
textans. Ég mun lítillega víkja að Hamletsþýðingu Matthíasar frá þessu
sjónarmiði.
Áður en við tökumst á við textadæmi frá Shakespeare og þýðendum hans
vil ég benda á að leikhæfi textans og samband orðræðu, persónusköpunar og
ytri aðstæðna velta mjög á tjáningartengslum leikara og persónu. Ég ræddi
hér að framan um orðræður ,,leikara og persóna“, en hvort kemur orðræðan
frá leikaranum eða persónunni? Innbyrðis spenna og/eða samsvörun á milli
þeirra skiptir afar miklu máli í leikriti. í sumum (natúralískum) verkum er
leitast við að gera þessa samsvörun að samsömun, en þó er líklegt að sitthvað
verði til að minna áhorfanda á að leikarinn er að skapa og túlka persónu og
þar af leiðandi að flytja orðræðufyrir hönd hennar. Það er athyglisvert að við
leikritalestur erum við að sumu íeyti enn meira vakandi fyrir blæbrigðum í
tengslum persónu og leikara. Við lesum textann nefnilega ekki bara sem
endurspeglun á samræðum og samskiptum persóna, heldur ,,endursköpum“
við líka mynd af sviði og leikurum sem eru að túlka þessar mannverur. Má því
ítreka að leikhæfi skiptir ekki síður máli fyrir leikritalestur en sviðsflutning.
Stakhendan
Það máleinkenni sem setur einna mestan svip á leikrit Shakespeares varðar
einmitt miklu fyrir leikhæfi textans og sambúð leikara og persónu. Hér á ég
við stakhenduna („blank verse“), en pentajambi hennar greinir leikljóð frá
prósa í texta Shakespeares.16 í stakhendunni er því fólginn ,,gestus“ sem
hefur meðal annars það gildi að færa leiktextanum formlega reisn og virðu-
Ieika. íslenskir Shakespeare-þýðendur hafa jafnan kosið að viðhalda þessu
einkenni er þeir flytja textann á nýtt mál. Helgi Hálfdanarson, sem hefur lýst