Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Síða 62

Andvari - 01.01.1987, Síða 62
60 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI Helgi hefur augljóslega glímt við þennan vanda á markvissan hátt. Hann leitast einatt við að líkja eftir tilbrigðaríkri stakhendu Shakespeares með því að snúa upp jömbum víðs vegar í línunni og skáka til áherslum, jafnvel þannig að við lestur og leik búum við yfir þeim sveigjanlegu áherslum sem einmitt einkenna frumtextann enska (ef til vill skiptir hér einhverju máli að Helgi hóf að þýða Shakespeare fyrir leikhús, þannig að leikhæfi textans hefur frá upphafi verið honum ofarlega í huga). Skoðum fáeinar línur úr fyrstu einræðu Hamlets á frummáli og í þýðingu Helga (Hamlet er að hugsa um nýlátinn föður sinn og um móður sína sem hefur þegar í stað gifst Kládíusi frænda hans); Must I remember? Why, she would hang on him As if increase of appetite had grown By what it fed on; and yet within a month — (I.2.143-5)20 Hvort ég man! já hún vafðist um hann öll sem þráin magnaðist af saðning sinni. Samt eftir mánuð aðeins! . . . (bls. 125)21 í fyrstu línunni eru í raun aðeins þrjú atkvæði sem kalla á fulla áherslu, í frumtextanum „must“, annað atkvæðið í „remember“ og „hang“ og í ís- lenskunni „man“, fyrra atkvæðið í „vafðist“ og „öll“. Línan er eftir sem áður fimm tvíliðir, en leikari hefur hér töluvert frelsi við að samræma þá tvenns konar hrynjandi sem rætt hefur verið um: hann hefur svigrúm til að ákveða hvort hann lætur jambíska braghrynjandina ljá hinni annars léttvægu for- setningu „um“ áherslu, eða hvort hann lætur ,,upphrópun“ þá sem býr í orðunum ,,hvort“ og „já“ brjótast fram sem áhersluatkvæði. Alls gætu því orðið sex áherslur innan pentajambans hér, þótt líklega yrði það heldur þungvæg lína. í frumtextanum er um svipað valfrelsi að ræða gagnvart orðunum „why“, „she“ og „him“. Ef við lítum á aðra línuna hjá Shakespeare, þá er einnig hún undanþegin þeim jafnagangi sem skammtar hverri línu fimm áherslur. Hér verður penta- jambinn að sætta sig við þá óreglu að ekki séu nema fjögur áhersluatkvæði, nema bera eigi línuna fram sem nöturlega skopstælingu á bragnum. Einnig hér leikur Helgi eftir þetta tilbrigði við hátt: enginn með réttu ráði færi að þylja íslensku línuna með rígbundinni tvíliðahrynjandi. íslensku brageyra kann jafnvel að þykja línan illa kveðin og að tilbrigðið hafi verið keypt dýru verði: áhersluatkvæðinu hefur verið rænt úr mið-hákveðu pentajambans,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.