Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 62
60
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
Helgi hefur augljóslega glímt við þennan vanda á markvissan hátt. Hann
leitast einatt við að líkja eftir tilbrigðaríkri stakhendu Shakespeares með því
að snúa upp jömbum víðs vegar í línunni og skáka til áherslum, jafnvel þannig
að við lestur og leik búum við yfir þeim sveigjanlegu áherslum sem einmitt
einkenna frumtextann enska (ef til vill skiptir hér einhverju máli að Helgi hóf
að þýða Shakespeare fyrir leikhús, þannig að leikhæfi textans hefur frá
upphafi verið honum ofarlega í huga). Skoðum fáeinar línur úr fyrstu
einræðu Hamlets á frummáli og í þýðingu Helga (Hamlet er að hugsa um
nýlátinn föður sinn og um móður sína sem hefur þegar í stað gifst Kládíusi
frænda hans);
Must I remember? Why, she would hang on him
As if increase of appetite had grown
By what it fed on; and yet within a month —
(I.2.143-5)20
Hvort ég man! já hún vafðist um hann öll
sem þráin magnaðist af saðning sinni.
Samt eftir mánuð aðeins! . . .
(bls. 125)21
í fyrstu línunni eru í raun aðeins þrjú atkvæði sem kalla á fulla áherslu, í
frumtextanum „must“, annað atkvæðið í „remember“ og „hang“ og í ís-
lenskunni „man“, fyrra atkvæðið í „vafðist“ og „öll“. Línan er eftir sem áður
fimm tvíliðir, en leikari hefur hér töluvert frelsi við að samræma þá tvenns
konar hrynjandi sem rætt hefur verið um: hann hefur svigrúm til að ákveða
hvort hann lætur jambíska braghrynjandina ljá hinni annars léttvægu for-
setningu „um“ áherslu, eða hvort hann lætur ,,upphrópun“ þá sem býr í
orðunum ,,hvort“ og „já“ brjótast fram sem áhersluatkvæði. Alls gætu því
orðið sex áherslur innan pentajambans hér, þótt líklega yrði það heldur
þungvæg lína. í frumtextanum er um svipað valfrelsi að ræða gagnvart
orðunum „why“, „she“ og „him“.
Ef við lítum á aðra línuna hjá Shakespeare, þá er einnig hún undanþegin
þeim jafnagangi sem skammtar hverri línu fimm áherslur. Hér verður penta-
jambinn að sætta sig við þá óreglu að ekki séu nema fjögur áhersluatkvæði,
nema bera eigi línuna fram sem nöturlega skopstælingu á bragnum. Einnig
hér leikur Helgi eftir þetta tilbrigði við hátt: enginn með réttu ráði færi að
þylja íslensku línuna með rígbundinni tvíliðahrynjandi. íslensku brageyra
kann jafnvel að þykja línan illa kveðin og að tilbrigðið hafi verið keypt dýru
verði: áhersluatkvæðinu hefur verið rænt úr mið-hákveðu pentajambans,