Andvari - 01.01.1987, Page 64
62
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
mikið fram sem „bragskraut“, þannig að lesandi/áheyrandi hlýði á leikar-
ann stikla á stuðlum fremur en flytja orðræðu persónunnar með þeirri tví-
röddun talsmáls og bragfestu sem stakhendan miðlar.
Eftir að vofan hefur skýrt Hamlet frá því að hún sé andi föður hans, mælir
hún af nokkrum þunga en þó yfirvegað: „Revenge his foul and most unnatur-
al murder“ (1.5.25). í þýðingu Helga áþessari línu finnst mér stuðlarnir vinna
gegn eðlilegri „rödd“ draugsins, því að þeir „æpa“ um of á athygli manns og
það látæði leikarans, sem í orðunum býr, ber yfirvegun persónunnar ofurliði:
„Þá hefnir þú hans fúla fólsku-morðs“ (bls. 137). Eins og ég mun víkja að, er
þetta tilvik þó undantekning en ekki regla í texta Helga. Hins vegar hneigist
Matthías mjög til orðavals sem leysir hann úr stuðlanauð án þess að réttlætast
af frumtexta. Hann sælist jafnvel til klifunar og áréttinga til að uppfylla
skilyrði jafnt bragforms sem stuðlunar. Afleiðingin er iðulega sú að orðræðan
bólgnar út í munni leikara. Orð Hórasar um Hamlet: „He waxes desparate
with imagination“ (1.4.87), sem Helgi þýðir „ímyndunin hefur svipt hann
réttu ráði“ (bls. 136), verða hjá Matthíasi: „Hans ímyndunar-ofboð tryllir
hann.“23
Af sömu ástæðu verður Matthíasi stundum á að sleppa mikilvægum orðum,
eins og þegar orð Hamlets, „Bestial oblivion“ (IV.4.40) eru þýdd „glópsleg
gleymska“ (bls. 217), allt eins þótt þessi orð komi fast á hæla frægum línum:
„What is a man/ .../... A beast, no more“ (IV.4. 35-37). Með því að láta
stakhenduna rísa hæst í stuðlum hættir Matthíasi þó fyrst og fremst til að
draga úr leikhæfi hennar, því leiktextinn verður iðulega uppskrúfaður er
hann otar ljóðstöfum að okkur. Upphrópun Geirþrúðar við dráp Póloníusar,
„O what a rash and bloody deed is this!“ (III.4.27) verður tilgerðarleg sem
„Ó mikil blóðug ófyrirsynju-ódáð!“ (bls. 202). Matthías stuðlar raunar ekki
alltaf samkvæmt ljóðstafareglum, en þar á móti kemur að hann virðist iðulega
stuðla hvenær sem því verður við komið, þannig að krökkt er af aukastuðlum.
Það gerist jafnvel að öll áhersluatkvæði línunnar eru annað hvort aðal- eða
aukastuðlar: „svoþótti hann íþessum /íluta /ieimsins“ (bls. 121). Par með
hneigjast stuðlarnir til að verða að „gestusum“ sem beinast gegn eðlilegum
,,gestus“ eða leiktjáningu línunnar og rjúfa trúverðugt jafnvægi leikara og
persónu.
I ritdómi sem Kristján Albertsson skrifaði á sínum tíma um þýðingu
Sigurðar Grímssonar áKaupmanninum íFeneyjum segir hann meðal annars:
Góð Shakespeare-þýðing á íslenzku gengi kraftaverki næst. Því að ofan á þann vanda
að túlka alla hugsun verksins leggur stuðlasetning okkar margfaldar þrautir fyrir ís-
lenzkan þýðara, sem engir aðrir þýðendur þurfa við að berjast. Ljóðaþýðendur geta
tekið sér skáldaleyfi til að þýða ekki nákvæmt, þegar kröfur stuðlasetningar gera þeim
erfitt fyrir. Öðru máli gegnir, þegar þýða á sjónleik í bundnu máli. Tilsvar verður að