Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 70
68
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
rismikilla orða og stöðu þeirra í stigveldi merkingarinnar. Fyrst fylgir hann
frumtextanum nákvæmlega eftir og varðveitir því þá háspekilegu og tilvist-
arlegu túlkunarmöguleika sem „ekki vera“ felur í sér, en í seinna línuhelm-
ingi felst textafylgnin raunverulega í því að bregða út af „eðlilegri“, orðréttri
þýðingu og þessi velkunna hending lifnar öll við fyrir vikið.
Merkingaryfirfærslan sem liggur til grundvallar þýðingu hefur semsé
stundum í för með sér breytingar á þeirri frumvísun sem við teljum merking-
arkjarna orðsins. Hvergi er þetta þó meira áberandi en við þýðingar á
orðaleikjum Shakespeares, en þá verður þýðandi iðulega að „endursemja“.
Eitt sinn verður ruglingsleg meðferð Póloníusar á orðunum ,,effect“,
,,defect“ og „cause“ um brjálæði Hamlets gamansöm uppspretta orðaleiks
(Matthías reynir að leysa vandann með því að láta Póloníus bregða fyrir sig
latneskri gerð orðanna: ,,effectus“ og „defectus“; bls. 157). Helgi gefur
orðrétta merkingu upp á bátinn og semur jafngildan orðaleik með orðunum
,,hlutur“, „hlutleysi“ og ,,eðli“:
Mad let us grant him then. And now remains
That we find out the cause of this effect,
Or rather say the cause of this defect,
For this effect defective comes by cause.
(II.2.100-103)
Við játum hann er óður; þá er eftir
að vita hitt, hvað veldur þessum hlut,
eða’ öllu heldur hlutleysi, því eðlið
liggur hér ekki í eðli hlutarins.
(bls. 150)
Túlkun og jafngildi — tap og uppbót
Enn stöndum við því frammi fyrir því að setja verður upp stigveldi þeirra
hlutverka sem í textanum felast til að ákvarða hver þeirra séu fastar og
hverjum megi fórna. Þetta er að sjálfsögðu bundið túlkun þýðandans á
textanum. Almennt er álitið að túlkun sé eðlislægur þáttur þýðingar, en mjög
ber í milli hvað varðar hugmyndir um vægi túlkunarinnar og mynda þær
hugmyndir ekki endilega andstæður sem samræmast sígildum deilum um
,,frjálsar“ og ,,bókstafsfylgnar“ þýðingar. í tímamótaverki Eugene A. Nida,
Toward a Science of Translating, varar hann við huglægni í þýðingum, ívafi
persónulegra, félagslegra eða trúarlegra skoðana. Vera kann að þýðandinn
sé ekki vél „og óhjákvæmilega skilur hann eftir ummerki persónuleika síns á
hverri þýðingu sem hann gerir“, en „hann verður að beita sér til hins ýtrasta