Andvari - 01.01.1987, Page 75
ANDVARI
SKAPANDI TRYGGÐ
73
hvernig þýðing Helga þiggur það sem kalla má formgerðaraga frá frumtext-
anum; ákvarðanir þýðandans eru teknar með stöðugri hliðsjón af eigindum
frumtextans og þær hindra að hann bregði á frjálst flug á hinum svokallaða
„anda“ sköpunarverksins.
Jafnframt er það þó þessi textafylgni, þessi tryggð við Shakespeare, sem
einkennir það svipmikla og frumlega sköpunarverk er Helgi fremur á ís-
lensku máli og leiðir hann til að beygja íslenskuna ítrekað til hlýðni við sig. Ég
efast um að nokkur annar þýðandi hafi uppgötvað eins mikla og frjóa
möguleika í átökunum milli eiginleika íslenskunnar og formgerðareiginda
erlends frumtexta. En þessi víxlverkun er býsna margbrotin og það er erfitt
að alhæfa um hana sem þýðingaraðferð — ef til vill vegna þess, eins og
Roman Jakobson segir í frægum orðum, að ljóðlist er „samkvæmt skil-
greiningu óþýðanleg. Einungis skapandi yfirfærsla er möguleg . . . “34 En
þýðing Helga Hálfdanarsonar á Hamlet bendir til að eina gerð slíkrar yfir-
færslu mætti nefna skapandi tryggð.
ATHUGASEMDIR OG TILVITNANIR
Pessi ritsmíð skarast að nokkru leyti við grein er ég skrifaði á ensku („Shakespeare and Hamlet in
Iceland: The Aesthetics of Loss and Compensation") og flutti sem fyrirlestur á alþjóðaráðstefnu um
Shakespeare-þýðingar við University of Warwick á Englandi í desember 1985.
1) Knappa en greinargóða lýsingu á meginatriðum þeirra miklu umbrota sem áttu sér stað á Englandi á
sextándu öld má lesa fremst í ritgerð Helga Hálfdanarsonar, „Fáein orð um Shakespeare og samtíð hans“,
er birtist sem formáli að fyrsta bindi Shakespeareþýðinga hans, Leikrit I, Almenna bókafélagið, Reykja-
vík, 1982, bls. 7-8.
2) „At the time of explosive innovation, and amid a real threat of surfeit and disorder, translation
absorbed, shaped, oriented the necessary raw material.“ Svo kemst Georg Steiner að orði um þýðingar
endurreisnartímans í bók sinni After Babel: Aspects of Language and Translation, Oxford: Oxford
University Press, 1975, p. 247. Meðal bóka sem flytja aðgengilegt efni um þýðingar Elísabetarskeiðsins
má nefna Early Theories of Translation eftir F.R. Amos, New York: Octagon Books, 1973, og Transla-
tion: An Elizabethen Art eftir F.O. Mathiessen, Cambridge, Massachussets: Harvard University Press,
1931.
3) Með þessum orðum er ég þó alls ekki að gera lítið úr þeim áhrifum sem enskir fyrirrennarar
Shakespeares höfðu á hann, og þá einkum Christopher Marlowe, heldur er ætlun mín sú að benda á hinn
mikla hlut þýðinga í ,,skáldskaparheimi“ þeim sem verk Shakespeares verða til í.
4) Sbr. endurminningar Indriða: Séð og lifað (2. útg.), Almenna bókafélagið, Reykjavík, 1972, bls.
325-326 og Skáldaþing Stefáns Einarssonar, Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar, Reykjavík, 1948.
Að sögn Stefáns (bls. 259-260) eru verkin þessi: Twelfth Night, As You Likelt, Henry IV (1. og2. leikrit),
Merchant of Venice, Midsummer Night's Dream, Winter’s Tale, Much Ado About Nothing, Julius Ceasar,
Richard III, Henry VI (1., 2. og 3. leikrit) og Cymbeline.
5) „Um leikhús á dögum Shakespeares“, Kaupmaðurinn í Feneyjum, Bókasafn Helgafells, 1946, bls.
6) „Fáein orð um Shakespeare og samtíð hans“, bls. 19.