Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 88

Andvari - 01.01.1987, Page 88
86 MATTHfAS VIÐAR SÆMUNDSSON ANDVARI sem auðkennt hefur listir flestra tímabila. Forsenda hinna ólíku listamanna var þó líklega ein og söm. Þannig virðist abstraktlistin sem slík fela í sér djúpsetta vantrú á sameiginlegan veruleika. Vissu um að heimurinn sé öng- þveiti er manneskjan sjálf skipar í form, skapari hans: skáldið, málarinn, hugsuðurinn. Sé þetta rétt má samþykkja þá tilgátu Herberts Read að ab- straktlistin sé angistarfullt viðbragð við tómi en um leið uppreisnargjörn árétting á mannlegu sköpunarfrelsi13. Hún er m.ö.o. ekki flótti undan veru- leika heldur leit að veruleika í heimi sem glatað hefur festu sinni og sundrast. Að þessu leyti er abstraktlistin listræn hliðstæða við tilvistarstefnuna eða existensíalismann. Forsenda beggja var menningarleg upplausn, hrun tákn- kerfa og formleysi. Markmiðið að staðfesta manninn að nýju, finna honum réttlætingu, vinna með því móti bug á lífsháskalegri neindarkennd. í þessu skárust leiðir heimspekinga, málara og skálda. Lífsreynslan var hin sama þótt menn brygðust við hver með sínum hætti. Hin heiftarfullu viðbrögð hérlendis við „atómljóðum“ og ,,klessuverkum“ eru skiljanleg sé haft í huga það hlutverk sem listum og skáldskap var og er ætlað að gegna: abstaðfesta ímyndun mannsins um sjálfan sig og veruleikann. Heidegger hefur sagt að þá fyrst veittum við veruleikanum athygli þegar eitthvað gengi úrskeiðis. Fólk hefur alla tíð viljað lifa í átakalausu mynstri, hatast við röskun og þá list sem henni veldur. f>að er ljóst að þótt nýlist 6ta áratugarins væri fráhverf hlutbundinni tjáningu, eftirlíkingu hins ytra, þá opnaði hún sýn til hins raunverulega. Hún leysti í sundur viðteknar klisjur sem gert höfðu tilveruna auðskiljanlega og eftirláta, sýndi hug og veru með nýjum hætti og gróf þannig undan öryggi fólks. Af þeim sökum upplifðu margir nýlistina sem neikvætt fyrirbæri framan af: sem spillingu gamalla verðmæta, niðurrif og upplausn. Þeir lögðu m.ö.o. siðferðilegt mat á listræn form, tóku pólitíska afstöðu til þeirra. Hið sama gerðu nýjungamennirnir þótt með ólíkum hætti væri. List þeirra var ekki aðeins leikur að lit og formum heldur og leit að ólognum og upprunalegum veruleika, pólitísk í eðli sínu. Það á bæði við um skáld og málara. Verk þeirra voru snúin úr og beindust að sama veruleika, heimi í uppnámi, heimi sem krafðist endurskoðunar. TILVÍSANIR: 1) Gunnlaugur Scheving: Þjóðviljinn, 19. nóvember 1943 2) Sjá Bjöm Th. Björnsson: Þorvaldur Skúlason. Brautryðjandi íslenskrar samtímalislar, 1983 3) Magnús Torfi Ólafsson: ,,Ritdómur“. Birtingur 1-2, 1957 4) Einar Bragi: „Ritdómur". Birtingur, 4, 1955 5) Þorvaldur Skúlason: „Nonfígúrativ list“. Birtingur, 2, 1955
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.