Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 88
86
MATTHfAS VIÐAR SÆMUNDSSON
ANDVARI
sem auðkennt hefur listir flestra tímabila. Forsenda hinna ólíku listamanna
var þó líklega ein og söm. Þannig virðist abstraktlistin sem slík fela í sér
djúpsetta vantrú á sameiginlegan veruleika. Vissu um að heimurinn sé öng-
þveiti er manneskjan sjálf skipar í form, skapari hans: skáldið, málarinn,
hugsuðurinn. Sé þetta rétt má samþykkja þá tilgátu Herberts Read að ab-
straktlistin sé angistarfullt viðbragð við tómi en um leið uppreisnargjörn
árétting á mannlegu sköpunarfrelsi13. Hún er m.ö.o. ekki flótti undan veru-
leika heldur leit að veruleika í heimi sem glatað hefur festu sinni og sundrast.
Að þessu leyti er abstraktlistin listræn hliðstæða við tilvistarstefnuna eða
existensíalismann. Forsenda beggja var menningarleg upplausn, hrun tákn-
kerfa og formleysi. Markmiðið að staðfesta manninn að nýju, finna honum
réttlætingu, vinna með því móti bug á lífsháskalegri neindarkennd. í þessu
skárust leiðir heimspekinga, málara og skálda. Lífsreynslan var hin sama þótt
menn brygðust við hver með sínum hætti.
Hin heiftarfullu viðbrögð hérlendis við „atómljóðum“ og ,,klessuverkum“
eru skiljanleg sé haft í huga það hlutverk sem listum og skáldskap var og er
ætlað að gegna: abstaðfesta ímyndun mannsins um sjálfan sig og veruleikann.
Heidegger hefur sagt að þá fyrst veittum við veruleikanum athygli þegar
eitthvað gengi úrskeiðis. Fólk hefur alla tíð viljað lifa í átakalausu mynstri,
hatast við röskun og þá list sem henni veldur. f>að er ljóst að þótt nýlist 6ta
áratugarins væri fráhverf hlutbundinni tjáningu, eftirlíkingu hins ytra, þá
opnaði hún sýn til hins raunverulega. Hún leysti í sundur viðteknar klisjur
sem gert höfðu tilveruna auðskiljanlega og eftirláta, sýndi hug og veru með
nýjum hætti og gróf þannig undan öryggi fólks. Af þeim sökum upplifðu
margir nýlistina sem neikvætt fyrirbæri framan af: sem spillingu gamalla
verðmæta, niðurrif og upplausn. Þeir lögðu m.ö.o. siðferðilegt mat á listræn
form, tóku pólitíska afstöðu til þeirra. Hið sama gerðu nýjungamennirnir
þótt með ólíkum hætti væri. List þeirra var ekki aðeins leikur að lit og formum
heldur og leit að ólognum og upprunalegum veruleika, pólitísk í eðli sínu. Það
á bæði við um skáld og málara. Verk þeirra voru snúin úr og beindust að sama
veruleika, heimi í uppnámi, heimi sem krafðist endurskoðunar.
TILVÍSANIR:
1) Gunnlaugur Scheving: Þjóðviljinn, 19. nóvember 1943
2) Sjá Bjöm Th. Björnsson: Þorvaldur Skúlason. Brautryðjandi íslenskrar samtímalislar, 1983
3) Magnús Torfi Ólafsson: ,,Ritdómur“. Birtingur 1-2, 1957
4) Einar Bragi: „Ritdómur". Birtingur, 4, 1955
5) Þorvaldur Skúlason: „Nonfígúrativ list“. Birtingur, 2, 1955