Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 99
ANDVARI
ÍSLENSK ORÐMYNDUN
97
í þessum og þvílíkum orðum virðist óhjákvæmilegt, að forliðurinn sé í
eignarfalli. Viðliður hans hefir veika beygingu og ætti — fljótt á litið — að
vera í eignarfalli hvort sem er. (Svo þarf þó ekki að vera, sbr. símskeyti,
sagnfrœði, augnlæknir.)
Sama ætti þá að gilda um forliði með tvíkvæðan viðlið samkvæmt því, sem
áður var sagt, t.d. ef orðin drottning, verslun, kvœði,sœti, læknir og önnur slík
verða síðari liðir forliða. Þeir forliðir ættu þá að vera í eignarfalli, enda mun
það svo vera. Dæmi:
fegurðar/'drottningar/7'samkeppni
heild/verslunar//fyrirtœki
eddu/kvæða//háttur
for/sœtis//ráðh erra
héraðs/lœknis//embœtti
En hvað verður þá um forliði, sem enda á einkvæðum viðlið (eða öllu
heldur viðlið með einkvæðan stofn)? Ég sé ekki betur en þar gerist hið sama.
Slíkir forliðir vilja helst vera í eignarfalli líka.
Orðið hafalda er eðlilegt orð, en úthaf/alda er ótækt eða Atlantshaf/alda.
Athugum líka orðið landher og hugsanlegu samsetningarnar meginlands/her
og megin/landher; enn fremur stofnsamsetninguna land/skjálfti og hins
vegar Suðurlands/skjálfti, sem verður að vera eignarfallssamsetning.
Af aragrúa dæma, sem til eru, nefni ég aðeins af handahófi: félags/mál,
flugvélar/hreyfill, orðanefndar/fundur, rafmagns/fræði, tímarits/grein, vað-
máls/flík, sendiráðs/fulltrúi, lánskjara/vísitala, rannsóknar/ráð, dagskrár/-
stjóri, sparisjóðs/lán, segulbands/tæki, ritgerðar/verkefni, barnahjálpar/-
sjóður, bifreiðar/stjóri, sveitarstjórnar/kosningar, efnahags/áðgerð.
Ekki er ráðrúm til að hafa öllu fleiri orð um þetta hér. Þó skulu enn nefnd
fáein orð, þar sem forliðurinn endar á eignarfallsessi og viðliðurinn byrjar á
s-i:
félags/sjóður, rafmagns/skortur, sendiráðs/skrifstofa, sparisjóðs/stjóri, efnahags/sér-
frœðingur.
>
I þessum og þvílíkum orðum, þar sem hætt er við, að ss > s í framburði af
eðlilegum ástæðum, hygg ég, að fólk hafi eigi að síður nokkuð örugga
tilfinningu fyrir því, að um eignarfallssamsetningu sé að ræða og skrifi þess
vegna 55 í slíkum orðum. Sú athugun, sem ég hefi gert, bendir eindregið til
þess.
Tökum eftir því, að í öllum dæmunum endar stofn forliðarins á samhljóði
(öðru en 5-i). Ef stofninn endar á .v-i næst á eftir sérhljóði eins og í orðunum
as og nes, verður annað upp á teningnum. Þá er eins og eignarfallsessið nái sér
7