Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Síða 109

Andvari - 01.01.1987, Síða 109
ANDVARI GUÐSMENN OG GRÁMOSI 107 Til þeirra voru gerðar kröfur á margvíslegum sviðum sem komu prestsstarf- inu aðeins við óbeint. Prestar tímabilsins voru mjög virkir á þjóðmálasviði, sátu margir á alþingi og voru m.a. þess vegna samofnir hinu veraldlega valdi. A tímabilinu 1845-1916 var allt að þriðjungi alþingismanna prestar. Forvitnileg eru ummæli séra Porkels Bjarnasonar (1839-1902) á Reyni- völlum, sem sjálfur var alllengi þingmaður en jafnframt mikill fróðleiksmað- ur, einkum um íslenska þjóðhætti. Hann segir um prestana í grein sem hann ritaði í Kirkjublaðið 18919: ,,Margir af prestum jjeim, er jeg þekkti til og heyrði umgetið í uppvexti mínum [hann var frá Meyjarlandi á Reykjaströnd], voru sannkallaðir heiðursmenn, sem með stakri alúð gegndu köllun sinni, en hinir voru því miður nokkrir, sem mjög voru ölgjarnir, og hefi jeg opt síðan jeg kom til fullorðins-ára undrast, að þeir skyldu sitja í embættum sumir hverjir og ekki miður liðnir af sóknarbörnum sínum, en þeir þó voru, enda mátti það með sanni segja að almenningur var þá prestum sínum góður, og galt þeim vel og skilvíslega það sem þeim bar og þess heyrði jeg jafnvel getið, að ýmsir gyldu meira en lög stóðu til, jeg hygg að þá hafi sú skoðun eigi verið svo óalmenn, sem jeg heyrði greindan bónda einhverju sinni láta í ljósi í samkvæmi, þegar tiltrætt (sic) varð um presta og sýslumenn: „Prestinum mínum geld jeg með langtum betra geði“, sagði hann, „sýslumannsins hef jeg aldrei þurft með í öllum mínum búskap, en prestsins leita jeg svo þrátt og opt, og hjá honum nýt ég sífeldra góðgjörða.“ Athyglisvert er að skáldin úr Þingeyjarsýslum eru hvað neikvæðust í garð prestanna. Gott dæmi er Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) og skáldsaga hans Halla sem kom út 1906 og segir frá samnefndri sveitastúlku. Örlög hennar ráðast þegar ungur reykvískur prestur, séra Halldór, tekur við brauðinu og sest í prestssetrið, þar sem ekkja gamla prestsins er enn fyrir og Halla verður þjónustustúlka hans. Séra Halldór er heitbundinn Elínu, sem verður eftir syðra um veturinn. Halla verður síðan vanfær af völdum hins ur>ga sóknarprests og er saga hennar öll hin ömurlegasta. Er séra Halldór gerður ábyrgur fyrir eymd hennar — með réttu. Presturinn er metinn á mælikvarða siðrænnar breytni. Sá mælikvarði er raunar gefinn þegar í þriðja kafla sögunnar þar sem segir frá innsetningu hans í embætti en þá prédikar hann út frá þessu versi í I.Tím. 4.12: „Enginn fyrirlíti þig vegna æsku þinnar, en vertu trúaðra fyrirmynd í lærdómi, hegðun, elsku, trú og skírlífi.“ Séra Halldór fær illa útreið í sögunni, en aftur á móti fær forveri hans í embætti hin bestu eftirmæli: „Hann varð öllum harmdauði, bæði á heimilinu og í sveitinni. Hann hafði haft hvers manns hylli og haft flesta þá kosti til að bera, sem gera prest vel þokkaðan hjá söfnuði sínum“ (bls. 58)10. Annað dæmi er Þorgils gjallandi (Jón Stefánsson) og saga hans Upp við fossa (1902), en þar segir frá ástarsambandi laungetins sonar prests nokkurs °g skilgetinnar dóttur hans. Harmsögu þeirra lýkur ekki fyrr en presturinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.