Andvari - 01.01.1987, Side 110
108
GUNNAR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
segir allt af létta. Þorgils gjallandi hafði áður lýst prestum af minni samúð en í
þessari sögu þar sem hann leitast við að taka nærfærnum tökum á óhamingj-
unni — jafnvel þótt prestur eigi í hlut. Ummæli Stefáns Einarssonar í bók-
menntasögu hans um Þorgils gjallanda gera langa sögu stutta: „Eins og aðrir
raunsæismenn reis hann upp gegn stirðnuðum kirkjusiðum, hræsni klerkanna
og almenningsáliti...1411 En réttilega segir hann einnig (um Upp við fossa): „í
þessu hafði raunsæ ádeila hans mildast: hann hafði nú meiri áhuga á mann-
lýsingum en á því að breyta almenningsáliti.“12
Óvægnari kirkju- og prestagagnrýni kemur fram hjá Þorsteini Erlingssyni.
Árið 1892 kom út ljóð hans „Örlög guðanna,“ sem er harkaleg og misk-
unnarlaus gagnrýni á kirkju og trú. Um skoðanir hans hefur víða verið
fjallað.13
3. Gunnar Gunnarsson: Trúarheimspeki
Raunsæisskáld aldamótanna litu á prestinn út frá siðrænni breytni og
þjóðfélagslegu réttlæti auk þess sem almennar framfarahugsjónir samtímans
voru gerðar að mælikvarða á hlut presta í þróun samfélagsins. Niðurstað-
an var prestunum sjaldnast í hag. í verkum Gunnars Gunnarssonar breytir
um mælikvarða þótt tónninn sé áþekkur í garð prestanna. Nú er það ekki
eingöngu hin siðræna breytni, sem lögð er til grundvallar, heldur miklu heldur
spurningin um lífsviðhorf. Trúarheimspekin kemur til skjalanna og prestur-
inn er metinn á hennar mælikvarða.
Gunnar Gunnarsson dregur upp margar myndir af prestum. Meðal fyrstu
prestanna sem er að finna í verkum hans er séra Hallur í smásögunni „Kirkja
fyrirfinnst engin“ (1916) og Davíð Stefánsson orti Ijóð um síðar undir sama
nafni. Prestar í verkum Gunnars eru meðal annarra Ketill (Gestur eineygði)
í Borgarættinni (1912-15), séra Sigurbergur eða Siggupabbi í Leik að stráum
(1923), fyrsta hluta Fjallkirkjunnar, og er hann greinilega föðurbróðir
Gunnars, sóknarpresturinn á Valþjófsstað, þar sem Gunnar fæddist og ólst
upp; faðir hans var ráðsmaður á prestssetrinu14. Aðrir prestar auk þeirra sem
á eftir verður getið eru m.a. séra Eyjólfur Kolbeinsson „óverðugur kapellán
við Saurbæjarkirkju í Rauðasandssókn“ í Svartfugli (1929) og sögumaður í
þeirri bók, séra Sigvaldií Vikivaka (1932), séra Björgvin í Sálumessu (1952)
auk fjölmargra annarra presta. ímynd prestsins hjá Gunnari er bæði jákvæð
og neikvæð. Meðal hinna jákvæðu eru séra Sturla í Ströndinni (1915), séra
Ljótur dómkirkjuprestur í Vargi í véum (1916), séra Hallur auk herra Jóns
Arasonar í samnefndri bók (1930) og séra Eyjólfur í Svartfugli sem minnir
óneitanlega á margan hátt á prestinn í Grámosanum. Það væri raunar efni í
sérstaka umfjöllun að skoða prestana í Svartfugli, þá séra Eyjólf Kolbeins-