Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 112

Andvari - 01.01.1987, Page 112
110 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI 4. Halldór Laxness: Séraguðmundarkynið Ein er sú mynd prestsins sem lífseig hefur orðið í íslenskum bókmenntum. f*að er prestur skynsemisstefnunnar. Búhöldurinn og leiðtoginn í andlegum og þó einkum í veraldlegum efnum. Skynsemisstefnan eða upplýsingin kem- ur fram á sjónarsviðið á meginlandinu upp úr miðri sautjándu öld en fer að hafa áhrif hér á landi eftir miðja átjándu öld. Séra Páll Björnsson (1621-1706) í Selárdal og séra Björn Halldórsson (1724-1794) í Sauðlauksdal eru ágætir sem söguleg dæmi um presta skyn- semisstefnunnar. Séra Páll er raunar á mörkum þess að geta talist til stefn- unnar sjálfrar þótt hann sé engu að síður góður fulltrúi þeirra viðhorfa, sem hún einkenndist af. Hann var alhliða gáfumaður og voru afköst hans með ólíkindum á ýmsum sviðum. Auk þess að vera vel heima í grísku og hebresku, stjörnufræði, stærðfræði og siglingafræði ritaði hann biblíuskýringar. Hann var mikill búhöldur og stundaði umtalsverða útgerð, fann meðal annars upp nýtt bátslag, lét smíða skútu að hollenskri fyrirmynd og stjórnaði henni sjálfur um árabil. Það sýnir framfarahug hans, að hann var brautryðjandi í þilskipaútgerð hér á landi. Séra Björn í Sauðlauksdal var einn af frumkvöðlum skynsemisstefnunnar hér á landi ásamt Eggert Ólafssyni, Hannesi biskupi Finnssyni í Skálholti og fleirum. Hann er þekktur fyrir störf sín að garðrækt og jarðyrkju, hann varð fyrstur íslendinga til þess að rækta kartöflur. Einnig barðist hann gegn sandfoki og uppblæstri í Sauðlauksdal og ritaði bækur fyrir almenning um slík efni og önnur. Fjöldi presta fetaði svipaða slóð langt fram á þessa öld. í lúterskum kirkjum hefur presturinn að auki haft forystuhlutverki að gegna í menning- armálum almennt, einkum þó í skólamálum, listum og andlegum fræðum. Hefur prestsheimilið þannig sinnt verulegu menningarhlutverki í landi, sem lengst af var án þorpa og bæja. I verkum Halldórs Laxness gefur að líta ýmsar gerðir presta. Með séra Guðmundi í Sjálfstæðufólki (1934-35) er dregin upp mynd af hinum ,,hefð- bundna“ sveitapresti, sem hefur tilhneigingu til þess að sýna meiri metnað á sviði búskaparins en hinna „eiginlegu“ prestsstarfa enda uppsker hann eins og til er sáð: við hann er kennt ágætt sauðfjárkyn, sem gengur undir heitinu s éraguðmun darky nið. Séra Jón Prímus í Kristnihaldi undir Jökli (1968) virðist í fyrstu nánast skrípamynd af sams konar presti. Metnaður hans er á sviði prímusaviðgerða og annarra slíkra verka. Prestsþjónusta hans felst raunar í alhliða þjónustu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.