Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 120

Andvari - 01.01.1987, Page 120
118 GUNNAR KRISTJÁNS3QN ANDVARI séra Stefán byggir allt á eru biblíuleg viðhorf hinnar spámannlegu hefðar. Lítið er getið um lesefni sýslumanns. Eitt sinn er þess þó getið að hann er að lesa Also sprach Zaraþústra eftir Nietzsche, hið mikla tímamótaverk undir lok síðustu aldar um tómhyggjuna, þegar honum gefst hlé frá réttarhöldum (bls. 203-4). Hvers vegna les sýslumaðurinn þetta höfuðrit tómhyggjunnar? Var hann ekki maður formsins, maður laga og réttar, þar sem allt var á hreinu, þar sem veröldin var í röð og reglu svo lengi sem dæmt væri eftir sönnunargögnum? Er þessi lestur hans vísbending um að lög og regla nái skammt og séu takmörkunum háð, jafnvel blekking? Ekki skal þeim spurningum fylgt lengra eftir. Sýslumaður les raunar ekki aðeins um tóm- hyggjuna í riti Nietzsches heldur líka í Prédikaranum í Gamla testamentinu (bls. 213-214). Lokaspurningin gæti verið á þessa leið: er séra Stefán endurspeglun ís- lenskra presta undir lok nítjándu aldar þegar atburðir sögunnar gerast — en þá ekki þeir prestar sem raunsæisskáldin tefldu fram? Eða endurvarpar hann mynd prestsins á þeim tíma þegar sagan er samin? Svarið er ekki einhlítt. Slíkir prestar hafa alltaf verið og verða áreiðanlega alltaf til. Þannig var séra Brandur Ibsens á sinn hátt, svo dæmi sé tekið frá síðustu öld úr verkum raunsæisskálds. Flæmsku prestarnir hjá Bernanosi voru nefndir sem dæmi um nýrri erlendar bókmenntir. En mörg fleiri dæmi hefði auðvitað mátt nefna. Hér á landi virðist tregðulögmálið hins vegar hafa viðhaldið fast- mótaðri prestsímynd — með nokkrum tilbrigðum að vísu. Slíkar fastmótaðar myndir af mönnum og málefnum geta orðið býsna lífseigar í bókmenntum, jafnvel svo að skáldin virðast ekki frekar leiða hugann að því að breyta þeim en landslaginu. í Grámosanum hefur Thor Vilhjálmsson troðið nýja slóð með því að virða að vettugi úr sér gengna ímynd prestsins með sjálfstæðri umfjöllun. Eins og fram hefur komið í þessari ritgerð hafa fleiri rithöfundar gert tilraunir á þessu sviði (einkum Halldór Laxness og Ólafur Jóhann Sigurðsson af þeim sem hér hefur verið fjallað um). En samt er verulegur munur á. Munurinn felst einkum í því að Thor Vilhjálmsson hirðir ekki um að brjóta niður hina viðteknu ímynd heldur lætur hann eins og hún sé ekki til. Hann býr til nýja ímynd af þeim presti sem hvað harðasta útreið hefur fengið í bókmenntum okkar, prest ofanverðrar nítjándu aldar. Til ferskrar umfjöllunar af því tagi þarf vissulega góðar forsendur. í»ær hefur höfundur nægar, t.d. koma þær fram í þeim biblíutilvitnunum sem getið hefur verið um. Þær setja prestinn í hugmyndafræðilegt samhengi ef svo má að orði komast. En án þess að höfundur skilji þetta samhengi og taki af ráðnum huga afstöðu til þess, duga forsendurnar skammt til að breyta ftnynd prestsins. Sú endurnýjun var löngu orðin tímabær.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.