Andvari - 01.01.1987, Page 124
122
SIGURJÓN BJÖRNSSON
ANDVARI
var þungsótt. Lengri frestur var boðinn og frjálsar hendur um skrifin: hann
var ekki að biðja um ritdóm, aðeins hugleiðingar. Og í veikleika mínum lét ég
loks undan. Las ég nú Einlyndi og marglyndi enn á ný og sitthvað fleira og
ákvað svo að nota tvær vikur sem ég hugðist dveljast erlendis í „fríi“ til að
setja eitthvað saman. Og sem ég nú sit hér suður í Austurríki í svölu herbergi,
en sól utan dyra, er mér enn álíka órótt innanbrjósts og þegar ég reyndi að
losna frá loforðinu fyrir nokkrum vikum. Mér finnst sem verkefnið sé mér
ofvaxið. Hugsanir þyrpast að, óskipulegar og mótsagnakenndar og neita að
falla í einn farveg. En samtímis er verkefnið svo mikilvægt og forvitnilega
ögrandi að það lætur mann ekki í friði. Því verður að skeika að sköpuðu og
una því þó að „hugleiðingarnar“ verði eitthvað lausari í reipum en við hæfi
þykir.
II.
Sigurður Nordal fæddist að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal í Austur-Húna-
vatnssýslu 14. september 1886. Hann ólst þar upp hjá fósturforeldrum,
föðurbróður sínum og konu hans. Árið 1906 lauk hann stúdentsprófi og hóf á
því sama ári nám í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla. Meist-
araprófi lauk hann árið 1912 og tveimur árum síðar varð hann dr. phil. frá
Hafnarháskóla. Hann var styrkþegi af sjóði Hannesar Ámasonar 1915-
1919. Sumarið 1918 fluttist hann heim til íslands og tók þá um haustið við
prófessorsembætti í íslenskum fræðum við Háskóla íslands. Því embætti
gegndi hann til ársins 1945, en þá var hann skipaður prófessor við Háskóla
íslands án kennsluskyldu og aldurstakmarks. Hann var sendiherra í Kaup-
mannahöfn 1951-1957. Þá fluttist hann aftur heim til íslands og átti heima í
Reykjavíktil dánardægurs. Hannléstí Reykjavík21. september 1974,88 ára
að aldri. Síðasta frumsamda bók Sigurðar Nordals var Hallgrímur Pétursson
og Passíusálmarnir (1970), innblásið og einkar fagurt ritverk. Og síðasta
útgáfa hans af fjöldamörgum var Þjóðsagnabókin í þremur bindum, sýnis-
horn íslenskra þjóðsagnasafna, 1971-1973. Sigurður ritaði langan inngang
að því verki og verður engum lestur hans leiður.
Sigurður Nordal leit á sjálfan sig sem ritskýranda, en það var þýðing hans á
erlenda orðinu „filolog“. Þorsteinn Gylfason gerir skilmerkilega grein fyrir
því í Inngangi að Einlyndi og marglyndi hvernig Sigurður skildi þetta hugtak
og hlutverk sitt í því sambandi. í ritskýringum sínum og bókmenntagagnrýni
reyndi Sigurður að ná tökum á „lífsskoðunum og jafnvel heimsskoðunum
sem hann taldi birtast — og hljóta að birtast — í öllum lifandi skáldskap.“ Og
ritskýrandi átti ekki einungis að greina lífsskoðanir í bókmenntum og skýra
þær eftir föngum ... „hann verður einnig að meta þær,taka afstöðu til þeirra.