Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Síða 125

Andvari - 01.01.1987, Síða 125
ANDVARI LÍFERNISLIST OG LÍTIÐ EITT FLEIRA 123 Með því móti einu getur hann gegnt því hlutverki sínu sem mestu varðar: „að gera rannsóknina lifandi þátt í menningu og þjóðlífi.111 Við þetta má svo bæta því sem Sigurður Nordal ritaði sjálfur fjórum árum fyrir andlát sitt í lokaorðum ritsins um Hallgrím Pétursson: „Annars er svo um þessi hugleiðingabrot eins og allt sem ég hef borið við að skrifa um bókmenntir, að þeim er fremur ætlað að verða eggjun til sjálfstæðs lestrar og umhugsunar en að mig langi til að troða mínum eigin skilningi upp á lesendur. Eg veit alltof vel, að vonlaust er að gera þessi fræði að vísindum, þar sem unnt er að sanna niðurstöður, þótt skylt sé að þekkja og virða þær staðreyndir sem völ er á og koma málinu við.“2 Af þessu má ljóst vera að Sigurður ætlaði frá upphafi til enda fræðum sínum stóran hlut. Þó að hann virðist tala af nokkru lítillæti í hinum síðast tilvitnuðu orðum, þarf það engan að blekkja sem til skrifa Sigurðar þekkir. Vísindi voru í hans huga ekki hið æðsta, heldur listrænn skilningur. Honum nægðu ekki fræði „sem eru fólgin í tómum fræðatíningi, upptalningum í stað ályktana og skilnings, bókaskrám í stað dómgreindar . . . “.3 Hann átti ekki erfitt með að vera vísindamaður þegar þess þurfti með, eins og dæmi eru næg um í ritum hans, en hann hélt einnig ótrauður á aðrar slóðir, slóðir lífs og listar, þegar hann taldi það þénanlegra. III. Þegar Sigurður Nordal hafði lokið doktorsriti sínu um Ólafs sögu helga og hlotið þann lærdómstitil sem hann gat mestan fengið, átti hann um tvær leiðir að velja: að stefna beinleiðis inn í rannsóknir á norrænum fræðum eða taka sér tóm til íhugunar um mannlega tilveru, hlut bókmennta í henni og hlutverk hans sjálfs. Sumir myndu e.t.v. spyrja hvers vegna þessi seinni leið hafi yfirleitt komið til álita. En það skýrist vonandi síðar í þessum hugleiðingum hvernig það mál var vaxið. Hér nægir að nefna að Sigurður valdi einmitt þessa síðarnefndu leið. Hún reyndist honum hvað ytri aðstæður varðaði greiðfær því að árið 1915 hlaut hann sem áður gat styrk af sjóði Hannesar Árnasonar. Sá styrkur var til þess ætlaður að lesa heimspeki í þrjú ár og flytja síðan fyrirlestra um sjálfvalið heimspekilegt efni í Reykjavík fjórða árið. Hannes- ar Arnasonar styrkur var þá svo ríflegur (þó að nú sé hann naumast til nema á Pappírnum) að unnt var að lifa af honum með sæmilegri ráðdeild. Sigurður hvaldist áfram í Kaupmannahöfn fyrst um sinn. Hann hlýddi m.a. á fyrirlestra hjá H. Höffding og fleirum veturinn 1915. Þaðan fór hann svo til Berlínar 1916 og síðasta árið, 1917-1918, dvaldist hann svo í Oxford. Benda sendi- ref hans til vina og raunar fleiri skrif hans til þess að sú dvöl hafi mótað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.