Andvari - 01.01.1987, Page 130
128
SIGURJÓN BJÖRNSSON
ANDVARI
við voru á erlendum málum. Og sjálfur dvaldist hann erlendis. En þar er
skemmst frá að segja að fyrirlestradrög hans bera engin merki erlendra áhrifa
í máli og stíl frekar en.hann hefði aldrei utan landsteina stigið. Málkennd hans
var svo næm og málsmekkur svo fágaður að þau stóðust alla raun. Mætti þetta
vera íhugunarefni fyrir ýmsa sem skrifa um fræði sín nú á tíð af vanefnum
miklum, þó að ólíku sé saman að jafna hve íslenskan er nú þjálli til slíkrar
iðju.
V.
Þorsteinn Gylfason hefur það eftir Sigurði Nordal að hann teldi að lestrar
þessir væru löngu úreltir. Bæði væru fræðin orðin forn og svo hefði hann
notað allt sem nothæft væri í þeim til annarra hluta. Síðan bætir Eorsteinn við:
„Allt var þetta alveg eftir Sigurði en tóm vitleysa hjá honum fyrir því“.9 Hér
hlýt ég að vera Þorsteini ósammála. Sigurður hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér
og hann átti auk þess allan réttinn. Og hví skyldum við efast um dómgreind
þessa vitra og lífsreynda manns í þetta eina sinn? Hafði hann ekki sýnt að
hann var yfirleitt prýðilega dómbær bæði á eigin ritverk og annarra og ekkert
úr hófi hlédrægur? En Sigurður vissi sjálfur mæta vel hversu mikið vantaði á
að þessi blöð hans væru hæf til prentunar bæði frágangs vegna og efnis. Hann
var löngu vaxinn frá þessu skrifi, sem að vísu hafði endur fyrir löngu verið
mikilvægur áfangi á þroskabraut hans.
Vissulega er það rétt hjá Þorsteini að fyrirlestrarnir hafa mikið heimild-
argildi um þroskasögu Sigurðar og ævi. Þeir eru nauðsynlegir hverjum þeim
er vill kanna þau efni. Ekki vil ég gera lítið úr því enda finnst mér ég hafa haft
af þeim mikið gagn og þeir hafi hjálpað mér nokkurn spöl áleiðis í skilningi á
Sigurði Nordal. En það réttlætir engan veginn prentaða útgáfu til sölu handa
almenningi á úreltu, á marga lund misheppnuðu og ófullgerðu og ófrágengnu
riti, sem er alls ósamboðið vandvirkum og listfengum rithöfundi. Ritið var
engu að síður hægt að varðveita. Og þörfum fræðimanna og grúskara var
hægt að fullnægja með öðrum hætti. T.a.m. með því að láta sér nægja handrit
frágengið á svipaðan hátt og þessi útgáfa er og séð til þess að það væri
tryggilega geymt á nokkrum helstu vinnustöðum fræðimanna eða hægt að
eignast það (e.k. innanhússútgáfa). Ég hygg að Sigurði Nordal sjálfum hefði
þótt sá háttur þekkilegri.
Ekki hef ég gert þetta að umtalsefni af því að ég haldi að hér hafi átt sér stað
,,slys“ með útgáfu þessa rits. Raunar hefur ekkert gerst annað en það að
lesendur sem hefur þótt vænt um rit Sigurðar Nordals, hafa orðið fyrir
nokkrum vonbrigðum. Séu þeir sæmilega skynsamir, — sem ég hygg að
lesendur Sigurðar séu yfirleitt, — átta þeir sig fljótt á því hvers vegna þessi