Andvari - 01.01.1987, Síða 132
130
SIGURJÓN BJÖRNSSON
ANDVARI
numið fræði sín. Víst var Sigurður áhugasamur um þessi fræði og sýndi
ótvíræða fræðimannshæfileika. En hann hafði líka ríka hneigð í aðrar áttir.
Skáldið í honum heimtaði sinn skerf og hann hafði mikla ást á nútímabók-
menntum og langaði til að sinna þeim. Petta síðarnefnda var ekki beinlínis í
stíl við hugðarefni þeirra Ólsens og Finns, sem báðir virðast hafa verið heldur
óskáldlega vaxnir. En í fræðunum voru þeir fyrirmyndir hans. Báðir bundu
þeir augljóslega miklar vonir við Sigurð, enda var námsferill hans óefað
glæsilegur. Á Sigurði hvíldi þannig þung skylda að bregðast ekki trausti
þeirra, en á hinn bóginn togaði skáldskapurinn og fagurfræðin fast í. — Ég hef
áreiðanlega ekki skilið skrif Sigurðar rétt, hvorki í Einlyndi og marglyndi né
síðari skrif hans, hafi hann ekki tekið „skyldu“ sína alvarlega og fundið til
nokkurs innri óróleika eða jafnvel sektarkenndar vegna ,,marglyndis“ síns.
I fyrirlestrum sínum lýsir Sigurður Nordal tveimur manngerðum, einlyndri
og marglyndri, eins og svo oft hefur verið minnst á. Pað fer ekki á milli mála
að hann telur leiðina til þroska, listræns skilnings og innsæis, liggja um
marglyndið, eins og hann skilgreinir það. Hugsjón hans verður hinn skiln-
ingsglöggi, tilfinningaríki og fjölmenntaði húmanisti. En einlyndi maðurinn
er sá sem setur sér snemma markmið sitt, hvikar ekki frá því svo lengi sem
ævin endist, lítur hvorki til hægri né vinstri og finnur alla lífsgæfu sína í því að
rækta hinn litla blett sinn. Samhliða þessari tvískiptingu í manngerðir og
lífsstefnur er skipting Sigurðar annars vegar í vísindi, hins vegar í listir og
trú. Vísindi eru nauðsynleg, en þau grípa einungis til hluta raunveruleikans,
handan þeirra, ofan þeirra og æðri en þau er innsæislegur „skilningur“,
trúarlegur og listrænn skilningur.
Það þarf enga sérstaka áreynslu né ágiskunarhæfni til að sannfærast um að
lýsing Sigurðar á „einlynda“ manninum og á vísindahyggjunni heggur býsna
nálægt kennurum hans, vinum og fyrirmyndum, Birni M. Ólsen og Finni
Jónssyni, sem hann þurfti að vaxa frá. Skrif hans um þá staðfesta þetta svo að
ekki verður um villst.
Líklegast myndi það leiða okkur fulllangt inn í myrkviði sálarfræðinnar að
fara að velta því mikið fyrir okkur hvers vegna Sigurði var nauðsyn að vaxa
frá þessum lærifeðrum sínum og troða nýjar slóðir. En meinalaust ætti að
vera að koma með tvær ágiskanir, því að hvorug þeirra er frá hinni úrkynjuðu
nútímasálarfræði komin, sem Þorsteinn Gylfason fer svo hörðum orðum
um.13 Að vísu hef ég þegar tæpt á fyrri ágiskuninni. Sigurður Nordal var ekki
síður listamaður en vísindamaður að ,,eðlisfari“ (ef við kjósum að láta það
duga). Hann var tilfinningaríkur gáfumaður, ljóðrænn og var jafntamt að
„skilja“ með tilfinningum og með skynsemi. Hann var nokkuð annarrar
gerðar en fræðarar hans. Hann gat fylgt þeim áleiðis, en hann gat ekki fórnað
öllu á altari vísindanna. Gegn því gerði eðli hans, þarfir og þrár uppreisn. Var
undarlegt þó að þetta, þessi mismunur fyrirmynda, skyldu og langana, leiddi