Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1987, Side 134

Andvari - 01.01.1987, Side 134
132 SIGURJÓN BJÖRNSSON ANDVARI samtímabókmennta og í heimspekinni höfðaði Sören Kierkegaard sterkast til hans, en það er sá heimspekingur sem betur hefur lýst en flestir aðrir angist nútímamannsins. Sigurður Nordal var hér að sjálfsögðu barn síns tíma enda átti hann sér marga skoðanabræður bæði meðal erlendra og íslenskra bók- menntamanna. Gunnar Gunnarsson ritaði t.a.m. mjög í þessum sama anda fram um 1920 eins og Matthías Viðar Sæmundsson hefur nýlega gert ágæta grein fyrir.14 Og eðli málsins samkvæmt upplifðu ungir menntamenn þetta sem per- sónulega kreppu, þeir voru að gera uppreisn gegn feðrum sínum, gegn arfhelgum skoðunum. Öðru vísi gátu þeir ekki orðið þeir sjálfir. Þetta skýrir að nokkru, hygg ég, hvers vegna Sigurður tók á verkefni sínu eins og hann gerði. í raun var hann hvorki að skrifa heimspeki, sálarfræði né siðfræði. Hann var einfaldlega að leita að sjálfum sér með pennann í hendinni og í viðfangi við þá vitmenn sem hann vissi besta. Hann var að móta sér hugsjónir og lífsstefnu, réttlæta sjálfan sig fyrir sjálfum sér og réttlæta „uppreisn“ sína gegn lærifeðrum sínum og öðrum sem sömu skoðun kunnu að hafa. Hann fór eins nálægt kjama sjálfs sín og honum var unnt. Sú vinna var honum nauðsyn og nautn, því að með henni skóp hann sjálfan sig á ný. Sjálfur lýsir hann þessu betur en önnur orð fá gert í bréfi til Ágústs H. Bjarnasonar skömmu áður en hann fór heim til að taka við embætti: „Hannesi sé lof og þér sé lof. Ég hef þó a.m.k. lifað eitt ár æfinnar: maí 1917 - maí 1918“15 VII. Ég hef hér á undan hreyft þeirri skoðun að Einlyndi og marglyndi sé misheppnuð sem bók. Og víst er um það að ekki getur hún verið nein kennslubók í „lífernislist“ og gagnsemi hennar sem sálarfræði, heimspeki eða siðfræði er allmjög takmörkuð, a.m.k. fyrir fólk á ofanverðri tuttugustu öld. Og í raun er óþarft að setja þetta fyrir sig, því að þetta eru hálfgerð aukaatriði, sem aldrei hefðu þurft að koma til umræðu, ef vilji Sigurðar sjálfs hefði verið virtur um að láta kyrrt liggja. Það sem höfuðmáli skiptir er hvort þessi vegferð Sigurðar Nordals á vit sjálfs sín, þetta þriggja ára „moratorium“ skilaði árangri. Breytti það honum sjálfum? Höfðu fyrirlestrarnir áhrif á áheyrendur hans 1918-1919? Lítum fyrst á hið síðarnefnda, þó að ekkert sé hægt að fullyrða. Hin mikla aðsókn að fyrirlestrunum og hrifning sú sem þeir vöktu bendir til að þeir hafi verið sem svaladrykkur þyrstum eyðimerkurfara. Voru ekki margir þenkj- andi menn og konur í Reykjavík á þeim tíma með líkar spurningar í huga og Sigurður en minni getu til að svara þeim? Þorkell Jóhannesson lætur svo um mælt að „líkt var sem tjaldi væri svipt frá víðri útsýn“. Og hann heldur áfram:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.